Færsluflokkur: Trúmál

STJÓRNARSKRÁ ? nei takk

Hvað myndi gerast á Íslandi ef fólk teldi það óþarfa að fara eftir landslögum ?  .....það yrði öngþveiti sem enda myndi með þvílíkum ósköpum !

Hvað myndi gerast á vegum og götum þessa lands ef fólk fengi þá sannfæringu að allar umferðar-reglur væru orðnar óþarfar, og hver og einn gæti keyrt eins og honum sýndist ? .....þeim myndi eflaust fjölga útfararstofunum og spítölunum !

Hvað gerist í hinum kristna heimi þegar fólk telur sig vera undan-þegið hinum einföldu og eilífu lögum Guðs, Boðorðunum 10 ?..... Við höfum dæmin af þeirri ringulreið og því öngþveiti sem það hefur þegar skapað, allt í kringum okkur.   Safnaðarleiðtogar, prestar og einstaklingar sem kenna sig við Jesú Krist tala út og suður og lítilsvirða þá einföldu og Guðlegu lagasetningu sem Guð gaf fólki sínu í Boðorðunum 10.

Þegar menn traðka svona niður í svaðið og afneita lögum Guðs sökum vana og / eða villukenninga sem því miður oft á tíðum ganga í erfðir, eru menn óafvitandi að hafna valdi löggjafans, en það sem alvarlegast er, er að þar sem lögum Guðs er hafnað  hættir syndin að líta út sem synd og verður ósjálfrátt sjálfsagður hluti af hinu daglega lífi ! 

Stundum segja menn eitthvað á þá leið að "Fyllibytturnar komi óorði á brennivínið" nákvæmlega það sama má segja um marga ""KRISTNA"" söfnuði, presta, leiðtoga og einstaklinga sem með sjálfskipaðri frjálshyggju sinni koma  "óorði á kristna trú og skýran boðskap Biblíunnar"

Sorglega margir fá svo mikið traust á safnaðarleiðtogum sínum að þeir sleppa því að lesa sjálfir og kynna sér þar af leiðandi ekki eilífðar-málin upp á eigin spýtur og festast þannig í snöru sem ekki er auðhlaupið úr, snöru sem búin er til úr fáfræði og mannasetningum.

Menn verða að gera sér það ljóst að á degi dómsins verða það ekki villuráfandi og afvegaleiðandi prestar þeirra sem fá dóm þeirra, heldur þeir sjálfir !

Ef einstaklingar líta á Biblíuna sem hina einu undirstöðu Kristinnar trúar ættu þeir að geta "með forvitnina og auðmýktina" að vopni vísað burtu frá sér allskonar villukenningum sem ríkjandi eru í dag, og þar á meðal þeirri villukenningu um það að BOÐORÐIN 10 séu ekki lengur í gildi.

Jörðin viknar og kiknar, heimur bliknar og kiknar, tignarmenni lýðsins á jörðu blikna.
 Jörðin vanhelgast undir fótum þeirra, er á henni búa, því að þeir hafa brotið lögin, brjálað    boðorðunum og rofið sáttmálann eilífa.
     Jesaja 24: 4-5

Og á því vitum vér, að vér þekkjum hann, ef vér höldum boðorð hans.
 Sá sem segir: Ég þekki hann, og heldur ekki boðorð hans, er lygari og sannleikurinn er ekki í  honum.
   1.Jóh 2:3-4

 EF FÓLK SKILDI NÚ EKKI VITA AF ÞVÍ, ÞÁ ER FYRRA VERSIÐ ÚR GAMLA-TESTAMENTINU, EN ÞAÐ SÍÐARA ÚR NÝJA-TESTAMENTINU, SKRIFAРTÖLUVERT EFTIR KROSSDAUÐA KRISTS.

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband