Færsluflokkur: Menning og listir

STJÓRNARSKRÁ ? nei takk

Hvað myndi gerast á Íslandi ef fólk teldi það óþarfa að fara eftir landslögum ?  .....það yrði öngþveiti sem enda myndi með þvílíkum ósköpum !

Hvað myndi gerast á vegum og götum þessa lands ef fólk fengi þá sannfæringu að allar umferðar-reglur væru orðnar óþarfar, og hver og einn gæti keyrt eins og honum sýndist ? .....þeim myndi eflaust fjölga útfararstofunum og spítölunum !

Hvað gerist í hinum kristna heimi þegar fólk telur sig vera undan-þegið hinum einföldu og eilífu lögum Guðs, Boðorðunum 10 ?..... Við höfum dæmin af þeirri ringulreið og því öngþveiti sem það hefur þegar skapað, allt í kringum okkur.   Safnaðarleiðtogar, prestar og einstaklingar sem kenna sig við Jesú Krist tala út og suður og lítilsvirða þá einföldu og Guðlegu lagasetningu sem Guð gaf fólki sínu í Boðorðunum 10.

Þegar menn traðka svona niður í svaðið og afneita lögum Guðs sökum vana og / eða villukenninga sem því miður oft á tíðum ganga í erfðir, eru menn óafvitandi að hafna valdi löggjafans, en það sem alvarlegast er, er að þar sem lögum Guðs er hafnað  hættir syndin að líta út sem synd og verður ósjálfrátt sjálfsagður hluti af hinu daglega lífi ! 

Stundum segja menn eitthvað á þá leið að "Fyllibytturnar komi óorði á brennivínið" nákvæmlega það sama má segja um marga ""KRISTNA"" söfnuði, presta, leiðtoga og einstaklinga sem með sjálfskipaðri frjálshyggju sinni koma  "óorði á kristna trú og skýran boðskap Biblíunnar"

Sorglega margir fá svo mikið traust á safnaðarleiðtogum sínum að þeir sleppa því að lesa sjálfir og kynna sér þar af leiðandi ekki eilífðar-málin upp á eigin spýtur og festast þannig í snöru sem ekki er auðhlaupið úr, snöru sem búin er til úr fáfræði og mannasetningum.

Menn verða að gera sér það ljóst að á degi dómsins verða það ekki villuráfandi og afvegaleiðandi prestar þeirra sem fá dóm þeirra, heldur þeir sjálfir !

Ef einstaklingar líta á Biblíuna sem hina einu undirstöðu Kristinnar trúar ættu þeir að geta "með forvitnina og auðmýktina" að vopni vísað burtu frá sér allskonar villukenningum sem ríkjandi eru í dag, og þar á meðal þeirri villukenningu um það að BOÐORÐIN 10 séu ekki lengur í gildi.

Jörðin viknar og kiknar, heimur bliknar og kiknar, tignarmenni lýðsins á jörðu blikna.
 Jörðin vanhelgast undir fótum þeirra, er á henni búa, því að þeir hafa brotið lögin, brjálað    boðorðunum og rofið sáttmálann eilífa.
     Jesaja 24: 4-5

Og á því vitum vér, að vér þekkjum hann, ef vér höldum boðorð hans.
 Sá sem segir: Ég þekki hann, og heldur ekki boðorð hans, er lygari og sannleikurinn er ekki í  honum.
   1.Jóh 2:3-4

 EF FÓLK SKILDI NÚ EKKI VITA AF ÞVÍ, ÞÁ ER FYRRA VERSIÐ ÚR GAMLA-TESTAMENTINU, EN ÞAÐ SÍÐARA ÚR NÝJA-TESTAMENTINU, SKRIFAРTÖLUVERT EFTIR KROSSDAUÐA KRISTS.

 


Eru Múslimar bræður mínir ?

                                                              

Mikil umræða var í þjóðfélaginu á liðnu ári vegna flóttakvenna frá Palestínu sem komu til landsins og settust hér að og langar mig af því tilefni að skoða hvað Ritningin hefur að segja um það hvernig framkoma okkar kristinna ætti að vera gagnvart náungum okkar, gagnvart fólki sem minna má sín í samfélagi þjóðanna. Eftirfarandi vers eru sterk og fer ekki á milli mála að náungakærleikurinn er í fyrsta og efsta sæti versanna.

 Ef sá, sem hefur heimsins gæði, horfir á bróður sinn vera  þurfandi og lýkur aftur hjarta sínu fyrir honum, hvernig getur kærleikur til Guðs verið stöðugur í honum?   Börnin mín, elskum ekki með tómum orðum, heldur í verki og sannleika.  1.Jóh 3:17-18

   Því hungraður var ég, og þér gáfuð mér að eta, þyrstur var ég, og þér gáfuð mér að drekka, gestur var ég, og þér hýstuð mig,  nakinn og þér klædduð mig, sjúkur og þér vitjuðuð mín, í fangelsi var ég, og þér komuð til mín.   Matt 25:35-36

   Ef bróðir eða systir eru nakin og vantar daglegt viðurværi og einhver yðar segði við þau: Farið í friði, vermið yður og mettið!  en þér gefið þeim ekki það, sem líkaminn þarfnast,  hvað stoðar það?   Eins er líka trúin dauð í sjálfri sér,  vanti hana verkin.    Jak 2:15-17

  Hrein og flekklaus guðrækni fyrir Guði og föður er þetta, að vitja munaðarlausra og ekkna í þrengingu þeirra og varðveita sjálfan sig óflekkaðan af heiminum.   Jak 1:27

Hvað á ég "Íslendingurinn" að vera stöndugur, og hvað á ég "Íslendingurinn" að eignast mikið sjálfur áður en ég get farið að gefa af mér til náunga míns sem líður skort í einhverri mynd ?

Er það einhverstaðar nefnt og það sett sem skilyrði í Biblíuversunum hér fyrir ofan að bróðir minn og systir verði að vera samlandar mínir ? 

Í sögu Krists um "Miskunnsama Samverjann" er athyglisvert að það var útlendingurinn (Samverjinn)  sem var í því hlutverki að líkna, hjálpa og hjúkra,  Lúkas 10 kafli.

Kemur til mála að einhverjir Íslendingar hafi stigið á umburðarlyndis og meðaumkunar-bremsuna þegar umræðan var komin á það stig að þessar ólánsömu konur væru múslimar, við þá samlanda mína vil ég segja að það er hlutverk okkar og prestanna okkar að sjá til þess að fólk úr öðrum menningarheimum sem hingað kemur og sest hér að aðlagist okkar siðum, okkar siðvenjum og okkar trú.

Af hverju þarf útlendingurinn sem hingað kemur að taka upp okkar trú ? spyr einhver,,,

Eigum við að hætta á það að lenda í sömu snörunni og mörg nágrannalönd okkar t,d Danir og Bretar?  Hvaða líkn og hvaða hjálp er í því að skapa það eldfima samfélag sem hefur myndast t,d í Svíþjóð.

Óska ég þessum Palestínsku konum og börnum þeirra Gleðilegs árs og friðar og vona ég að þær finni og feti með Guðs hjálp hinn mjóa og rétta veg.  


Ísraelsdýrkun

TheLordJesusChrist"Ég finn það betur og betur með hverjum degi, hversu erfitt er að segja skilið við skoðanir sem mér voru innrættar á yngri árum"   Eitthvað á þessa leið voru orð Martins Lúthers á þeim tíma þegar hann var að segja skilið við Kaþólsku Kirkjuna.   Þarna átti Lúther í stríði við sjálfan sig , sálarstríði , þar sem tókust á í honum innrættur vaninn annars vegar, og orð Biblíunnar hins vegar.

Djúpt í hugarfylgsnum margra kristinna einstaklinga leyfi ég mér að fullyrða að svipað sálarstríð fer í gang annað slagið, líkt og hjá Lúther á sínum tíma.  Fólk hefur tamið sér ákveðnar skoðanir og ákveðnar trúarhugmyndir og á afskaplega erfitt með að bakka út úr þeim einstefnugötum sem trúarlíf þeirra hefur tekið, þrátt fyrir  það, að það sjái með eigin augum afgerandi yfirlýsingar hinnar helgu bókar um annað.

Taka vil ég Ísraelsdýrkunina sem dæmi, KRISTIÐ fólk lendir í ástarsambandi við Ísrael nútímans, svo liggur við dýrkun, dýrkun á þjóð sem viðurkennir ekki með nokkru móti KRIST.

Ætlað gæti maður að flest af þessu fólki sem ég er að tala um, héldi sinn (SABBATH) hvíldardag á Laugardögum, sem er hinn eini rétti hvíldardagur samkvæmt Biblíunni, eins og Gyðingarnir gera, en það er öðru nær Sunnudagurinn er þeirra dagur, hvað sem Biblían segir.

Ætlað gæti maður að flest af þessu fólki, færu eftir nauðsynlegum ráðleggingum Biblíunnar varðandi matarræði, eins og Gyðingarnir gera, og hvað hollt sé mannslíkamanum að setja ofaní sig, en það er ekki svo, flest af þessu fólki étur allt sem tönn á festir, svo sem svínakjöt, skeldýr, hrossakjöt, ómælt magn af mör, og blóði og svo framvegis.

Ætlað gæti maður að Boðorðin 10, eilíf Boðorð Guðs til okkar mannanna, skipuðu sérstakan sess hjá þessu fólki, sama sess og Boðorðin skipa hjá Gyðingum.  Nei það er öðru nær, þessu fólki er nokkuð sama um Boðorðin, hvort þau séu 9 eða 10, og hvort þau séu kennd sundurslitin og rangt uppsett, eða hreinlega sleppt algjörlega, það skiptir þetta fólk engu einasta máli.

Mér líkar ekki við svona hringlandahátt, og mér líkar jafn illa við svona eiginhagsmuna-Guðfræði og mér líkar vel við Gyðingdóminn sem slíkan, en því miður er Gyðingdómurinn eins og Gullhringur án gullsins.

Við eigum ekki að láta aðdáun okkar verða það mikla á Ísrael nútímans, að hún skyggi okkur sýn á það eina sem máli skiptir 

Vér eigum heldur að ástunda sannleikann í kærleika og vaxa í öllu upp til hans, sem er höfuðið - KRISTUR.  Efesus 4:15.


Ísrael, þekkti ekki sinn vitjunartíma

Af þeim 5,4 milljónum Gyðinga sem byggja Ísrael í dag, eru einungis um það bil 15.000 sálir sem kosið hafa Krist sem frelsara sinn. 

 Vitandi þessar tölur, get ég þá leyft mér að draga þá ályktun að Ísraelsþjóðin sé ,,útvalin þjóð guðs,, enn þann dag í dag ?. Ef þessar mannfjöldatölur eru réttar er skynsamlegt af mér að halda því statt og stöðugt fram að þessi þjóð sé ennþá í því hlutverki sem Guð ætlaði henni, þegar aðeins eru um 0,28 % þjóðarinar viðurkennir Krist.

  Ég dáist að og met þessi 0,28 % þjóðarinnar mikills, en ég get þó ekki með góðu móti sagt að ég meti hin 99 % meira eða minna heldur en aðrar þjóðir,  og þó,  þeir eiga þá albestu hermenn sem heimurinn hefur uppá að bjóða, en er það komið af góðu.  

Er hægt að segja að þetta ríki sé undir vernd og blessun Guðs, sem frá stofnun 1948 hefur með kjafti, klóm og dyggri aðstoð Bandaríkjanna þurft að verja tilverurétt sinn gangnvart nágrönnum sínum dag og nótt.

Ég skrifa ekki svona færslu nema hafa Bók Bókana fyrir framan mig og enda þessa færslu á að benda á orð Jesú Krists sjálfs, þegar hann segir skýrum orðum að hlutverk Ísraels verði gefið öðrum í hendur. Lesið dæmisöguna um vondu vínyrkjana Matt 21:33-46.

Vondir vínyrkjar

33Enn sagði Jesús: „Heyrið aðra dæmisögu: Landeigandi nokkur plantaði víngarð. Hann hlóð garð um hann, gróf fyrir vínþröng og reisti turn, seldi hann síðan vínyrkjum á leigu og fór úr landi. 34Þegar ávaxtatíminn nálgaðist sendi hann þjóna sína til vínyrkjanna að fá ávöxt sinn. 35En vínyrkjarnir tóku þjóna hans, börðu einn, drápu annan og grýttu hinn þriðja. 36Aftur sendi hann aðra þjóna, fleiri en þá fyrri, og eins fóru þeir með þá. 37Síðast sendi hann til þeirra son sinn og sagði: Þeir munu virða son minn. 38Þegar vínyrkjarnir sáu soninn sögðu þeir sín á milli: Þetta er erfinginn. Förum og drepum hann og náum arfi hans. 39Og þeir tóku hann, köstuðu honum út fyrir víngarðinn og drápu hann.
40Hvað mun nú eigandi víngarðsins gera við vínyrkja þessa þegar hann kemur?“
41Þeir svara: „Hann mun vægðarlaust tortíma þeim vondu mönnum og selja víngarðinn öðrum vínyrkjum á leigu sem gjalda honum ávöxtinn á réttum tíma.“
42Og Jesús segir við þá: „Hafið þið aldrei lesið í ritningunum:
Steinninn sem smiðirnir höfnuðu
er orðinn að hyrningarsteini.
Þetta er verk Drottins
og undursamlegt í augum vorum.
43Þess vegna segi ég ykkur: Guðs ríki verður tekið frá ykkur og gefið þeirri þjóð sem ber ávexti þess. [ 44Sá sem fellur á þennan stein mun sundur molast og þann sem hann fellur á mun hann sundur merja.]“[2]

45Þegar æðstu prestarnir og farísearnir heyrðu dæmisögur Jesú skildu þeir að hann átti við þá. 46Þeir vildu taka hann höndum en óttuðust fólkið þar eð menn töldu hann vera spámann.

 Hvað er Kristur að segja þarna, annað en að láta það berlega í ljós að hlutverki Ísraels sem ,,Útvalinni þjóð Guðs,, sé lokið.

 Getur verið að Kristnir einstaklingar séu farnir að dá og dýrka verkfærið, sem þó brást, og varpa þannig skugga á sjálfann Smiðinn, sem þeir þó treysta á og binda allar sínar vonir við.

Megi algóður Guð blessa löndin fyrir botni Miðjarðarhafs og gefa þeim frið.



 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband