Þakkir til Gídeonfélagsins

 

 

10 ára guttinn minn sem byrjaði í 5.bekk í haust kom heldur hróðugur heim úr skólanum núna í vikunni með Nýja Testamentið sem menn frá Gídeonfélaginu gáfu honum og öllum hans árgangi. Fyrir hönd stráksins vil ég þakka Gídeonfélaginu á Íslandi kærlega fyrir þessa gjöf.  

  Hversu fagurt er fótatak þeirra, sem færa fagnaðarboðin góðu. Róm 10:14-15.

Nefna vil ég að Gídeonfélagið stendur jafnframt fyrir því að bera út og dreifa endurgjaldslaust Nýja Testamentinu á öll hótelherbergi, sjúkrahús, dvalarheimili aldraðra, fangelsi og víðar.

Í formála bókarinnar stendur eftirfarandi:

Kenning hennar er heilög, boðorð hennar bindandi, frásagnir hennar sannar og úrskurður hennar óbreytanlegur. Lestu hana svo þú verðir vitur, trúðu henni þér til sáluhjálpar og breyttu eftir orðum hennar þér til helgunar. Hún er ljós sem lýsir, andleg næring, sannur gleðigjafi og hughreysting.

BIBLÍAN er:

  • Vegakort ferðamannsins
  • Stafur pílagrímsins
  • Áttaviti leiðsögumannsins
  • Sverð hermannsinns
  • Frelsisskrá kristins manns

Takk aftur þið einstaklingar sem standið á bak við Gídeonfélagið.

Guð blessi ykkur í ykkar óeigingjarna boðunarstarfi 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fyrir allnokkrum árum, lenti ég á sjúkrahúsi . Eitt kvöldið sótti að mér ótti, og gekk mér illa að sofna . Einhverra hluta vegna leit ég í skúffu á náttborðinu við sjúkrarúmið sem ég lá í, og sá þar Nýja testamennti og fór strax að lesa . Sá lestur róaði mig betur en nokkur lyf hefðu gert .

conwoy (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 19:32

2 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Birgir minn.

Starf Gídeonmanna hefur mikið gildi fyrir okkur íslenska þjóð. Óeigingjarn og þarft starf. Gjafmildi og kærleikur til barnanna okkur.

Vildi að öll fermingarbörn fengju Biblíur í fermingargjöf fyrst var verið að búa til þessa athöfn sem við erum sammála um að eru mannasetningar.

Vertu Guði falinn

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 13.11.2008 kl. 21:38

3 Smámynd: Birgirsm

já conwoy alveg eins og stendur í formálanum:

Hún er ljós sem lýsir, andleg næring, sannur gleðigjafi og hughreysting.

Kveðja

Birgirsm, 13.11.2008 kl. 21:39

4 Smámynd: Birgirsm

Sæl Rósa

Sammála þessu með fermingarbörnin, þær fáu fermingargjafir sem ég hef gefið hafa alltaf verið á kristilegum nótunum (skemmtilegur frændi ha)

Takk fyrir komuna Rósa, það fer að koma pistill frá mér varðandi Moody allt þér að þakka.

Kveðja

Birgirsm, 13.11.2008 kl. 22:20

5 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður.

Við stöndum saman.

Ég er svona líka. Við gefum Biblíur í fermingargjöf og eru allir ánægðir með það.

Man eftir einni frænku minni þegar við færðum henni gjöf. Ég veit sko alveg hvað er í þessum pakka og svo skellihló hún. Mamma hennar hafði líka fengið Biblíu frá okkur á sínum tíma en hún er aðeins 2 árum yngri en ég.

Guð veri með þér og þínum

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 13.11.2008 kl. 22:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband