Ísraelsdýrkun

TheLordJesusChrist"Ég finn það betur og betur með hverjum degi, hversu erfitt er að segja skilið við skoðanir sem mér voru innrættar á yngri árum"   Eitthvað á þessa leið voru orð Martins Lúthers á þeim tíma þegar hann var að segja skilið við Kaþólsku Kirkjuna.   Þarna átti Lúther í stríði við sjálfan sig , sálarstríði , þar sem tókust á í honum innrættur vaninn annars vegar, og orð Biblíunnar hins vegar.

Djúpt í hugarfylgsnum margra kristinna einstaklinga leyfi ég mér að fullyrða að svipað sálarstríð fer í gang annað slagið, líkt og hjá Lúther á sínum tíma.  Fólk hefur tamið sér ákveðnar skoðanir og ákveðnar trúarhugmyndir og á afskaplega erfitt með að bakka út úr þeim einstefnugötum sem trúarlíf þeirra hefur tekið, þrátt fyrir  það, að það sjái með eigin augum afgerandi yfirlýsingar hinnar helgu bókar um annað.

Taka vil ég Ísraelsdýrkunina sem dæmi, KRISTIÐ fólk lendir í ástarsambandi við Ísrael nútímans, svo liggur við dýrkun, dýrkun á þjóð sem viðurkennir ekki með nokkru móti KRIST.

Ætlað gæti maður að flest af þessu fólki sem ég er að tala um, héldi sinn (SABBATH) hvíldardag á Laugardögum, sem er hinn eini rétti hvíldardagur samkvæmt Biblíunni, eins og Gyðingarnir gera, en það er öðru nær Sunnudagurinn er þeirra dagur, hvað sem Biblían segir.

Ætlað gæti maður að flest af þessu fólki, færu eftir nauðsynlegum ráðleggingum Biblíunnar varðandi matarræði, eins og Gyðingarnir gera, og hvað hollt sé mannslíkamanum að setja ofaní sig, en það er ekki svo, flest af þessu fólki étur allt sem tönn á festir, svo sem svínakjöt, skeldýr, hrossakjöt, ómælt magn af mör, og blóði og svo framvegis.

Ætlað gæti maður að Boðorðin 10, eilíf Boðorð Guðs til okkar mannanna, skipuðu sérstakan sess hjá þessu fólki, sama sess og Boðorðin skipa hjá Gyðingum.  Nei það er öðru nær, þessu fólki er nokkuð sama um Boðorðin, hvort þau séu 9 eða 10, og hvort þau séu kennd sundurslitin og rangt uppsett, eða hreinlega sleppt algjörlega, það skiptir þetta fólk engu einasta máli.

Mér líkar ekki við svona hringlandahátt, og mér líkar jafn illa við svona eiginhagsmuna-Guðfræði og mér líkar vel við Gyðingdóminn sem slíkan, en því miður er Gyðingdómurinn eins og Gullhringur án gullsins.

Við eigum ekki að láta aðdáun okkar verða það mikla á Ísrael nútímans, að hún skyggi okkur sýn á það eina sem máli skiptir 

Vér eigum heldur að ástunda sannleikann í kærleika og vaxa í öllu upp til hans, sem er höfuðið - KRISTUR.  Efesus 4:15.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður.

Mín trúarbrögð er kristintrú en ekki gyðingatrú. 
 

"Og hann segir við þá: "Eruð þér einnig svo skilningslausir? Skiljið þér eigi, að ekkert, sem fer inn í manninn utan frá, getur saurgað hann?

Því að ekki fer það inn í hjarta hans, heldur maga og út síðan í safnþróna." Þannig lýsti hann alla fæðu hreina.

Og hann sagði: "Það sem fer út frá manninum, það saurgar manninn.

Því að innan frá, úr hjarta mannsins, koma hinar illu hugsanir, saurlifnaður, þjófnaður, manndráp,

hórdómur, ágirnd, illmennska, sviksemi, taumleysi, öfund, lastmælgi, hroki, heimska.

Allt þetta illa kemur innan að og saurgar manninn." Mark. 7: 18.-23.

Það er ályktun heilags anda og vor að leggja ekki frekari byrðar á yður en þetta, sem nauðsynlegt er,

að þér haldið yður frá kjöti fórnuðu skurðgoðum,blóði, kjöti af köfnuðum dýrum og saurlifnaði. Ef þér varist þetta, gjörið þér vel." Post. 15: 28.-29.

Lestu út úr þessu að við megum ekki borða neitt kjöt?

Hér er rætt um hvíldardaginn:

http://kiddikef.blog.is/blog/kiddikef/entry/275373/#comments

Shalom/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 2.9.2008 kl. 01:53

2 Smámynd: Mofi

Rósa, augljóslega þá getum við ekki túlkað orð Krists þannig að núna megum við borða hvað sem er. Ef Kristur hefði þarna verið að segja að Hans lærisveinar mættu borða svínakjöt þá hefði það verið einstaklega grimmt af Honum því að svínakjöt var þá hættulegt og einn læknir í danmörku um daginn var að segja að eina leiðin til að koma í veg fyrir ákveðin smit væri að banna allt svínakjöt. Síðan þegar við lesum í Postulasögunni þá greinilega túlkaði Pétur ekki þessi orð Krists þannig að hann mætti borða allt því að Guð sjálfur skipar honum að borða óhreina fæðu og hann neitar Guði sjálfum.  Sumir í sinni baráttu við magan vilja meina að sýnin sem Pétur fékk sýni fram á að nú má borða hvað sem er en útskýringin á sýninni var önnur svo að lesa það úr henni væri að rangtúlka Biblíuna.

Varðandi byrðgar þá er það ekki byrgði að borða hollan mat og forðast það sem er óhollt sem er auðvitað ástæðan sem Guð gaf þessi lög.

Hvíldardagurinn er síðan hluti af boðorðunum tíu, að brjóta helgi hans er eins og að stela eða ljúga. Hve mikið Guð metur helgi hvíldardagsins er greinilegt í Gamla Testamentinu og gífurlega sorglegt að fólk sem kallar sig kristið getur gert lítið úr boðorðinu sem Guð bað okkur sérstaklega að muna eftir.

Mofi, 2.9.2008 kl. 09:24

3 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sælir.

Það getur líka verið hættulegt að borða kjúkling en ef við munum að hafa hitann á 200° eða meira þá á allur óþveri að drepast sem var kannski í kjúllanum.

Ég varpaði bara fram einni spurningu um hvort við mættum þá ekki borða neitt kjöt miðað við textann sem ég setti fyrir ofan og ég undirstrikaði í textanum það sem ég las úr honum sérstaklega miðað við pistilinn.

Ég persónulega ólst upp við það að halda hvíldardaginn heilaga á sunnudögum sem er lang algengast hér á Íslandi og er ekki við mig að sakast þar. Aftur á móti hef ég unnið þannig vinnu að ég hef ekki getað skorast undan vinnu hvort sem það er á laugardegi eða sunnudegi. Við urðum að salta síld sem var komin að bryggjusporðinum hjá okkur eða að frysta loðnu og síld eftir að síldarsöltuninni lauk. Ég hef líka unnið á elliheimili og ég auðvita gekk vaktir eins og aðrir og fékk þá frí í staðinn einhvern annað dag og þetta höfum við rætt Mofi og vil ég alls ekki vera að deila um þessi mál. Eins og ég sagði það er ekki við mig að sakast að það sé haldinn hvíldardagur á Sunnudögum. Þið verðið að ræða það við Alþingismenn og prestaþing.

Býst við að sumir þurfi að mjólka kusurnar sínar á sunnudögum og alla hina dagana líka þannig að enginn dagur er án vinnu í sveitum landsins. En það er hægt þegar úr fjósi er komið að gera heilmikið með Guði þann dag áður en fjósið kallar aftur. Hægt að sleppa öllum öðrum verkum á sumrin allavega á meðan skjáturnar eru á fjalli.

Ég á vini sem eru í Kefas og þau halda hvíldardaginn á laugardögum og héldu samkomur þá en urðu að flytja samkomuna yfir á sunnudaga.

En það veit Guð að ég hef reynt að halda boðorð hans og ég er ekki með langar fingur. Puttarnir mættu vera lengri þegar ég er að pikka á tölvuna og eins ef ég hefði farið í hljóðfæranám. Vinir mínir gera grín af mér þegar ég hef verið að reyna að plata í gríni og hafa alltaf séð í gegnum mig og segja að ég kunni ekki að ljúga.

Ég allavega talaði ekki um byrgðar í sambandi við mat. Ég lít á það sem lausn að borða hollan mat og fara vel með heilsuna og nú verð ég ekki mikið á blogginu fram í miðjan okt. vegna þess að ég er að fara og leita mér hjálpar vegna veikinda minna sem t.d. er líka of mikil líkamsþyngd. Ef þið hafið lesið bloggið mitt þá var ég flogaveik sem barn og mér voru gefin lyf vegna þess sem juku matarlystina og heimilisaðstæður mínar voru erfiðar þar sem móðir mín var veik og það endaði með að við misstum hana þegar ég var á tíunda ári.  Lengi býr að fyrstu gerð og ég vit að aðstæður mínar voru ekki mér að kenna. Ég veit að Guð almáttugur dæmir mig ekki og það er nóg fyrir mig. En ég ætla að glíma og fá betri heilsu og ég þakka Guði á hverju degi fyrir lækninguna því ég veit að Jesús Kristur dó fyrir syndir mínar og sjúkdóma og þess vegna er ég heil. Fyrir hans benjar er ég heilbrigð.

Jesús elskar mig og ég vil og reyni að vera í vilja hans og ég veit að þið gerið það líka.

Shalom/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 2.9.2008 kl. 12:01

4 Smámynd: Mofi

Rósa
Ég varpaði bara fram einni spurningu um hvort við mættum þá ekki borða neitt kjöt miðað við textann sem ég setti fyrir ofan og ég undirstrikaði í textanum það sem ég las úr honum sérstaklega miðað við pistilinn.

Ég fyrir mitt leiti sé engin merki um það í Biblíunni, aðeins spurning um þær ráðleggingar sem Guð gaf og hvort að það sé ekki rökrétt af kristnum einstaklingum að taka góðum ráðum frá Guði fagnandi. 

Rósa
Eins og ég sagði það er ekki við mig að sakast að það sé haldinn hvíldardagur á Sunnudögum. Þið verðið að ræða það við Alþingismenn og prestaþing.

Aðeins við þig að sakast því að þú ræður hvort þú hlýðir mönnum og hefðum eða Guði. Boðorðið er skýrt að það er ákveðinn dagur sem Guð hefur gert heilagan og engir menn geta hreyft við þeirri helgi.

Rósa
Ég veit að Guð almáttugur dæmir mig ekki og það er nóg fyrir mig. En ég ætla að glíma og fá betri heilsu og ég þakka Guði á hverju degi fyrir lækninguna því ég veit að Jesús Kristur dó fyrir syndir mínar og sjúkdóma og þess vegna er ég heil. Fyrir hans benjar er ég heilbrigð.

Þessu er ég hjartanlega sammála og alltaf gott að heyra þegar einhver setur traust sitt á Krist. Við verðum aftur á móti að hafa í huga að Jesú borgaði fyrir að við gengum ekki á Hans vegum heldur fórum okkar eigin leiðir. Þegar við tökum á móti Honum sem frelsara og Drottni þá eigum við að hætta að ganga á okkar vegum og fara yfir á Hans veg. Þótt það sé erfitt og þótt að samfélagið segir að það sé heimskulegt, jafnvel segir það ólöglegt.

Vonandi gengur þetta allt saman vel Rósa og gangi þér allt í haginn.

Kveðja,
Halldór

Mofi, 2.9.2008 kl. 12:22

5 Smámynd: Birgirsm

3Mós 11:1-19
         Hrein dýr og óhrein

Drottinn  talaði við Móse og Aron og sagði:
„Ávarpið Ísraelsmenn og segið: Af öllum stórgripum jarðarinnar megið þið eta þessa:
Þið megið eta  stórgripi sem hafa klofna hófa, hafa klaufir og jórtra.
En þessi dýr,  sem aðeins jórtra eða aðeins hafa klofna hófa, megið þið ekki eta:
Þið megið ekki eta úlfalda ;  þið skuluð telja hann óhreinan því að hann jórtrar en hefur ekki klofna hófa;  þið skuluð telja klettagreifingja óhreinan því að hann jórtrar en hefur ekki klofna hófa;  þið skuluð telja héra óhreinan því að hann jórtrar en hefur ekki klofna hófa;  þið skuluð telja svín óhreint því að það hefur     klofna hófa, það hefur klaufir en jórtrar ekki.
 Þið megið hvorki neyta kjöts þessara dýra né snerta hræ þeirra, þau skulu vera ykkur óhrein.
9Þessi lagardýr megið þið eta: Öll dýr sem hafa ugga og hreistur og lifa í vatni, hvort heldur sjó eða fljótum.   En öll smádýr, sem vötnin eru kvik af, og allar þær skepnur, sem lifa í vatni en hvorki hafa ugga né hreistur,    skulu vera ykkur viðurstyggð.   Sökum þess að  þau eru  ykkur  viðurstyggð skuluð þið ekki neyta þeirra og ykkur skal bjóða við hræjum þeirra.
  Lagardýr, sem hvorki hafa ugga né hreistur, skulu vera ykkur viðurstyggð.
  Þessir fuglar skulu vera ykkur viðurstyggð og þeirra skal ekki neyta: örn, skegggammur, haförn,   gleða, fálkar og haukar,   hrafnakynið allt,  strútur, svala, mávur, allar smyrlategundir,  ugla, súla, náttugla,   hornugla, snæugla, hrægammur,   storkur, allar tegundir hegra, herfugl og leðurblaka.

Sæl Rósa

Í þessum versum er Guð að leiðbeina okkur um heilbrigt matarræði, sjálfra okkar vegna, það eru mun fleiri vers sem benda okkur réttan veg varðandi hollustu í fæðuvali.

Það sem ég er að benda á í þessum pistli mínum er það að ég get ómögulega áttað mig á  " haltu mér, slepptu mér töktunum " í sumu kristnu fólki og þar á meðal þér, sem dáir og dýrkar allt sem viðkemur Ísrael og Gyðingum, sem þið  segið berum orðum vera ÚTVALIN ÞJÓÐ Guðs enn þann dag í dag,   en síðan  þegar kemur að því að farið er að tala um Biblíulega siði, Biblíulegar reglur og Biblíulegar ráðleggingar sem Gyðingarnir fara flestir eftir,  gefið þið langflest, ef ekki öll, frat í þessa vitleysu og kallið þessa siði, reglur og ráðleggingar lögmálsdýrkun,,.

Kveðja   

Birgirsm, 2.9.2008 kl. 22:00

6 Smámynd: Ólafur Jóhannsson

Sæll og blessaður Birgir. Mig langar aðeins að koma í heimsókn til þín, um leið og ég þakka fyrir heimsóknir þínar á blogg-síðu mína.

Fyrirsögn á grein þinni, Ísraelsdýrkun vakti að sjálsögðu athygli mína, þó svo að ég ætti nú að vita skoðun þina á málefnum Ísraels. Ég ætla því ekki að deila við þig um skoðun mína og trú varðandi fyrirheit Drottins og sáttmála við sína ÚTVÖLDU ÞJÓÐ. Það er rétt hjá þér, þeir reyndust ótrúir, sviku og leituðu jafnvel til annarra guða. En Drottinn sveik þá ekki.

Hann er og var trúr fyrirheiti sínu og eilífum sáttmála. Sálm.105, 8-11. og Esekiel, 11:17. Oft hef ég reynst ótrúr, en Hann hefur altaf reynst mér trúr. Nú er ég kominn út fyrir það efni sem ég ætlaði með í þessari grein.

Ástæðan er sú að ég er þér og Halldóri (Mofi) mjög þakklátur fyrir að minna okkur á hve áríðandi það er að trúa lögum og boðorðum Drottins, hvort sem það er um Hvíldardagshelgi hinn sjöunda dag, eða leiðbeiningar um þá fæðu sem okkur er fyrir bestu, ásamt þeirri fæðu sem forboðin er.

Mofi: Varðandi byrðgar þá er það ekki byrgði að borða hollan mat og forðast það sem er óhollt sem er auðvitað ástæðan sem Guð gaf þessi lög.

Mofi: Hvíldardagurinn er síðan hluti af boðorðunum tíu, að brjóta helgi hans er eins og að stela eða ljúga. Hve mikið Guð metur helgi hvíldardagsins er greinilegt í Gamla Testamentinu og gífurlega sorglegt að fólk sem kallar sig kristið getur gert lítið úr boðorðinu sem Guð bað okkur sérstaklega að muna eftir.

Ég þakka Halldóri fyrir þessi greinargóðu athugasemdir, um leið áminningu og hvatningu, í kærleika skrifuð.

Mættu fleiri kristnir sjá blessun í því að trúa öllu Guðs orði, bæði GT og NT.

Birgir! Þú segir að sumir kristnir dái og dýrki allt sem viðkemur Ísrael og Gyðingum! Ég vil aðeins svara fyrir mig: Ég hvorki dái né dýrka Ísarel né Gyðinga. Ég dái og dýrka Hann sem útvaldi land  þjóð sér til handa, þrátt fyrir óhlýðni og svik.

Á sama hátt útvaldi Hann þig og mig, þrátt fyrir allt, ekki að við værum svo góðir né fullkomnir, heldur af kærleika Hans og fyrirgefandi náð.

Boðorð hans í Ritningunni eru sönn og órjúfanleg. þannig eru öll hans boð og fyriheit, órjúfanleg og sönn.

Ég þakka þér svo fyrir mjög góða grein og bið Drottinn okkar og Frelsara að vera með þér og þínum alla daga.

Með ósk um góðan Hvíldardaginn.

Shabbat Shalom
olijoe

Ólafur Jóhannsson, 5.9.2008 kl. 23:28

7 Smámynd: Birgirsm

Takk fyrir komuna Ólafur.

Gott að heyra að við leggjum sama skilning á þessi mikilvægu trúaratriði, á ég þar við gildi Boðorðanna 10 og leiðbeiningar Guðs til okkar í fæðuvalinu (okkar sjálfra vegna).

Þess vildi ég óska að fleirri gerðu sér grein fyrir mikilvægi þeirra 10 reglna sem Guð almáttugur gaf okkur, og þess vildi ég líka óska að menn myndu hætta þessum endalausu vindhöggum og gagnslausu útúrsnúningum um það að boðorðin 10 séu ekki lengur í gildi.

Til þess að friða samviskuna, reyna þessir menn að finna sér einhverja smá glufu, eða á ég kannski að segja , smástaf eða stafkrók í Biblíunni, til þess að tylla sinni haldlitlu og innihaldslausu óbiblíulegu skoðun á.

Hvað með það þó menn hafi þessa skoðun, en verra er þegar þessir sömu menn kenna öðrum að Boðorðin skipti engu máli.

Hversu hratt og illa, lesa umtalaðir menn og þar eru prestar ekkert undanskildir eftirfarandi ritningavers:

1jóh 2:3-4    Þá vitum við að við þekkjum hann ef við höldum boðorð Guðs.   Sá sem segir: „Ég þekki hann,“ og heldur ekki boðorð hans er lygari og sannleikurinn er ekki í honum.

1Tím6:13-14   Ég býð þér fyrir augliti Guðs, sem veitir öllu líf,  og fyrir augliti Krists Jesú, er gjörði góðu  játninguna frammi fyrir Pontíusi Pílatusi:
Gæt þú boðorðsins lýtalaust,  óaðfinnanlega allt til endurkomu Drottins vors Jesú Krists,

Matt 19:16-17 Þá kom til hans maður og spurði : Meistari, hvað gott á ég að gjöra til þess að öðlast eilíft líf ?
Jesús sagði við hann:  Hví spyr þú mig um hið góða? Einn er sá hinn góði.  Ef þú vilt inn ganga til lífsins,  þá haltu boðorðin.

Matt 5:18.   Sannlega segi ég yður: Þar til himinn og jörð líða undir lok, mun ekki einn smástafur eða stafkrókur falla úr lögmálinu, uns allt er komið fram.

Ég kveð í bili en við skulum síðar taka lotu no,2 varðandi það sem okkur ber ekki saman um.

Birgirsm, 6.9.2008 kl. 23:51

8 identicon

Þetta er áhugaverður punktur sem þú setur fram hérna Birgir

Jakob (IP-tala skráð) 7.9.2008 kl. 11:54

9 Smámynd: Birgirsm

Sæll Jakop og  takk fyrir innlitið?

Birgirsm, 7.9.2008 kl. 20:06

10 Smámynd: Birgirsm

Fyrirgefðu Jakop, ekki veit ég af hverju þetta SPURNINGARMERKI fylgdi með innlitsþökkinni minni til þín áðan. en takk aftur.

Birgirsm, 7.9.2008 kl. 23:07

11 Smámynd: Mofi

Ólafur
Ég þakka Halldóri fyrir þessi greinargóðu athugasemdir, um leið áminningu og hvatningu, í kærleika skrifuð.

Takk sömuleiðis Ólafur :)

Ólafur
Birgir! Þú segir að sumir kristnir dái og dýrki allt sem viðkemur Ísrael og Gyðingum! Ég vil aðeins svara fyrir mig: Ég hvorki dái né dýrka Ísarel né Gyðinga. Ég dái og dýrka Hann sem útvaldi land  þjóð sér til handa, þrátt fyrir óhlýðni og svik.

Ég trúi að tími þeirra er liðinn og að orð Páls í Rómverjabréfinu útskýri hver staðan er í dag:

Rómverjabréfið 2
26Ef óumskorinn maður fer eftir kröfum lögmálsins mun hann þá ekki metinn svo sem umskorinn væri? 27Og mun þá ekki sá sem er óumskorinn og heldur lögmálið dæma þig sem þrátt fyrir bókstaf og umskurn brýtur lögmálið? 28Sá er ekki Gyðingur sem er það hið ytra og það er ekki umskurn sem sést á líkamanum. 29Hinn er Gyðingur sem er það hið innra og umskorinn er sá sem er það í hjarta sínu, í hlýðni við andann, ekki bókstafinn. Hann þiggur ekki lof af mönnum heldur Guði. 

Væri gaman að heyra þína skoðun á fyrirlestri um þessi mál og enn skemmtilegra ef þú myndir skrifa grein sem þá svarar þeim fyrirlestri en hann er hérna: http://www.hopevideo.com/audio_with_david_asscherick.htm  / All Eyes on Israel  

Kær kveðja,
Halldór

Mofi, 8.9.2008 kl. 10:12

12 Smámynd: Ólafur Jóhannsson

Halldór Magnússon, Mofi. Ég vil byrja með að óska þér til hamingju með útvalninguna: Vinsælasti kristni bloggari 2008, í annað skipti.

Mitt álit er að þú eigir það vel skilið. Varðandi atthugasemd þína til mín á blogginu hans Birgirs, væri það mér mikil ánægja, að vitna í Rómverjabréfið á mörgum fleiri stöðum, en þú gerir. Ég hefði viljað að þú héldir áram t.d. í næsta kafla 3:

Hvað hefir þá Gyðingurinn fram yfir? Eða hvert er gagn umskurnarinnar? (Páll svarar). Mikð á allan hátt. Fyrst er þá það að þeim (Gyðingunum) hefur verið trúað fyrir orðum Guðs. hvað um það, þótt nokkrir hafi reynst ótrúir? Mundi ótrúmennska þeirra að engu gera trúfesti Guðs? (Páll svarar) Fjarri fer því......(Lesandi lesi allann kaflann)

Halldór! Ég hef skrifað þrjár langar greinar um þetta mál á bloggsíðu minni og bendi þér og öðrum að lesa þær þar og koma þangað í heimsókn.

Þú segir:Væri gaman að heyra þína skoðun á fyrirlestri um þessi mál og enn skemmtilegra ef þú myndir skrifa grein sem þá svarar þeim fyrirlestri en hann er hérna: http://www.hopevideo.com/audio_with_david_asscherick.htm 

Ég gæti sagt þér merkilega sögu varðandi þennan fyrirlestur hjá David Asscherick. Ég hlustaði og sá hann halda þessa ræðu á Sjónvarpsstöðinni 3ABN, sem rekin er af SDA-Aðventistum, fyrir ca tveim árum. Ræða hans vakti svo mikla athygli mína að ég fór að rannsaka Ritningarnar og komst að þeirri niðurstöðu sem ég hef nú, varðandi Ísrael og trúfesti Guðs.

Ég hlustaði aftur nú, á ræðu hans  All Eyes on. og komst að sömu niðurstöðu. Ég gæti skrifað langa grein um þá ræðu, þó að ég sé ekki sammála öllu því sem hann segir....... Það er of langt mál að útskýra það hér á þessu bloggi.

Ég var að ljúka við grein um Staðgengilsguðfræðina. Þegar ég var búin með greinina, fannst mér hún nokkuð löng (of margir ritningarstaðir!), svo ég varð að stytta hana. Ég geri ráð fyrir að hún birtist á mínu bloggi fljótlega. Þú er hjartanlega velkominn í heimsókn þangað.

Í Jerúsalem er ég í biblíu og bænahóp, þar sem kristnir úr mismunandi samfélögum koma saman. Á meðal þeirra eru nokkrir SD-aðventistar sem elska Ísrael og trúa ekki að Guð hafi hafnað sinni þjóð. Í sumar sem leið komu um ein milljón kristinna Ísraelsvina til að halda upp á 60 ára afmæli Eretz-Ísrael. Þeir voru flestir úr röðum mótmælenda.

Halldór! Þú segir í byrjun í athugasem til mín, um Gyðinga:

Ég trúi að tími þeirra er liðinn og að orð Páls í Rómverjabréfinu útskýri hver staðan er í dag: og vitnar í Rómverjabréfið 2.

Ég get ekki séð annað en að þið Páll frá Tarsus, eruð mjög ósammála, sbr. Rómverjabréfið 11.2

Með Friðarkveðju.

P.s.

Varðandi bréf til Kristinns, frá Erlingi Þorsteinssyni, er ekki í mínum verkahring að svara á bloggi sem er ekki til mín. Ég hef svarað honum á mínu bloggi.

Kv
olijoe

Ólafur Jóhannsson, 12.9.2008 kl. 23:30

13 Smámynd: Birgirsm

 Sælir báðir, Ólafur og Erlingur, í Rómverjabréfinu 9:1-8 stendur:

Ég tala sannleika í Kristi, ég lýg ekki. Samviska mín vitnar það með mér, upplýst af heilögum anda,
 að ég hef hryggð mikla og sífellda kvöl í hjarta mínu.
 Ég gæti óskað, að mér væri sjálfum útskúfað frá Kristi, ef það yrði til heilla fyrir bræður mína og ættmenn,
 Ísraelsmenn. Þeir fengu sonarréttinn, dýrðina, sáttmálana, löggjöfina, helgihaldið og fyrirheitin.
 Þeim tilheyra og feðurnir, og af þeim er Kristur kominn sem maður, hann sem er yfir öllu, Guð, blessaður um aldir. Amen.
 Það er ekki svo sem Guðs orð hafi brugðist. Því að ekki eru allir þeir Ísraelsmenn, sem af Ísrael eru komnir.
 Ekki eru heldur allir börn Abrahams, þótt þeir séu niðjar hans, heldur: Afkomendur Ísaks munu taldir verða niðjar þínir.
 Það merkir: Ekki eru líkamlegir afkomendur hans Guðs börn, heldur teljast fyrirheitsbörnin sannir niðjar.

Samkvæmt þessum versum ásamt fleirum, dreg ég þá ályktun að allir, af öllum þjóðum heimsins, sem trúa og treysta eins og Ísak, og fara að leiðbeiningum Drottins, og hafa Boðorð Guðs í heiðri, teljist vera fyrirheitsbörnin og teljist þar með tilheyra söfnuði Guðs.

Erlingur þú segir:  Því er áhugi minn á að fara með dætur mínar í kirkju á röngum hvíldardegi, minna áhugavert mál.
Er þá ekki bara að taka af skarið og byrja á því að finna kirkjudeild eða söfnuð sem hefur boð Guðs um hvíldardagshald í hávegum ?

Kveðjur til ykkar beggja.

Birgirsm, 13.9.2008 kl. 16:08

14 Smámynd: Mofi

Ólafur
Halldór Magnússon, Mofi.
Ég vil byrja með að óska þér til hamingju með útvalninguna: Vinsælasti kristni bloggari 2008, í annað skipti.

Takk þó það er aðalega Hauki að þakka með því að vera ekki með en hann vann sömu kosningu á minni síðu svo allt í góðu :)

Ólafur
Í Jerúsalem er ég í biblíu og bænahóp, þar sem kristnir úr mismunandi samfélögum koma saman. Á meðal þeirra eru nokkrir SD-aðventistar sem elska Ísrael og trúa ekki að Guð hafi hafnað sinni þjóð.

Alls ekki málið að Guð hafnar þeim sem þjóð heldur eins og Páll talar um að sá er gyðingur sem er það innra með sér; sá sem tekur á móti Kristi og t.d. boðorðunum tíu sem Guð gaf gyðingum.  Málið er frekar að þjóð sem hafnar Jesú en vill svo til að er af ákveðnar ættar gyðingar að hún er ekki útvalin í dag af Guði. Gyðingar sem taka á móti Kristi eru útvaldir alveg eins og allir sem taka á móti Kristi eru útvaldir.  Líkaði í rauninni betur hvernig Birgir sagði þetta, að allir sem taka á móti Kristi verða börn fyrirheitisins.

Ólafur
Halldór!
Ég hef skrifað þrjár langar greinar um þetta mál á bloggsíðu minni og bendi þér og öðrum að lesa þær þar og koma þangað í heimsókn.

Ég verð að gera það við fyrsta tækifæri :)

Ólafur
Ég get ekki séð annað en að þið Páll frá Tarsus, eruð mjög ósammála, sbr. Rómverjabréfið 11.2

Nei, mjög sammála; auðvitað hefur Guð ekki útskúfað gyðingum. Þeir eru bara ekki lengur hin útvalda þjóð enda var hún útvalin til að varðveita orð Guðs og taka á móti Jesú.

Kannski úti dúr en hvernig skilur þú Daníel 9?

Mofi, 13.9.2008 kl. 17:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband