Færsluflokkur: Menntun og skóli

Samtökin ´78 í grunnskólana.

Fór á athyglisverðan foreldrafund í vikunni , partur af fundarboðinu hljóðaði eftirfarandi :

Á fundinum munu fulltrúar Samtakanna 78 veita fræðslu og svara fyrirspurnum. Markmiðið er að fræða foreldra um samkynhneigð, réttindi samkynhneigðra o.s.frv. Einnig verður foreldrum kynnt hvernig staðið verður að fræðslu til nemenda í efstu bekkjum grunnskóla

Þar sem ég á börn á grunnskólaaldri fannst mér ég skyldugur til að kynna mér málið og fór á fundinn, bjóst ég við fjölmennum fundi en einungis örfáar manneskjur mættu eða innan við 10 manns.  Athyglisvert er það áhugaleysi sem foreldrar sýna fundi sem þessum en á því svæði sem þeir skólar þjóna sem að fundinum stóðu eru á annað þúsund nemendur.

Á fundinum tók til máls á vegum samtakanna´78 kvenmaður sem kynnti sig sem gagnkynhneigða og skildist mér á henni að hún væri prestlærð. Lýsti hún dásamlegri reynslu sinni af því að eiga tvíkynhneigðan son.

Rakti hún lauslega yndislega sögu sonar síns og sagði hún frá því að allt frá æsku hefði hann verið svona öðruvísi, svo kom að því í frásögn hennar þegar hún segir við barnið : ÞEGAR ÞÚ VERÐUR ELDRI OG KEMUR HEIM MEÐ KÆRUSTUNA,,, EÐA KÆRASTANN,,,.

Það var á þessu augnabliki sem ég fékk staðfestan þann grun minn um hvers vegna Samtökin´78 eru farin að sækja í skóla landsins.

Hvers vegna ? Jú til þess að koma því inn í huga barnanna að samkynhneigð og tvíkynhneigð sé af hinu góða, jákvæð, yndisleg og óskaplega eðlileg.

  


Þakkir til Gídeonfélagsins

 

 

10 ára guttinn minn sem byrjaði í 5.bekk í haust kom heldur hróðugur heim úr skólanum núna í vikunni með Nýja Testamentið sem menn frá Gídeonfélaginu gáfu honum og öllum hans árgangi. Fyrir hönd stráksins vil ég þakka Gídeonfélaginu á Íslandi kærlega fyrir þessa gjöf.  

  Hversu fagurt er fótatak þeirra, sem færa fagnaðarboðin góðu. Róm 10:14-15.

Nefna vil ég að Gídeonfélagið stendur jafnframt fyrir því að bera út og dreifa endurgjaldslaust Nýja Testamentinu á öll hótelherbergi, sjúkrahús, dvalarheimili aldraðra, fangelsi og víðar.

Í formála bókarinnar stendur eftirfarandi:

Kenning hennar er heilög, boðorð hennar bindandi, frásagnir hennar sannar og úrskurður hennar óbreytanlegur. Lestu hana svo þú verðir vitur, trúðu henni þér til sáluhjálpar og breyttu eftir orðum hennar þér til helgunar. Hún er ljós sem lýsir, andleg næring, sannur gleðigjafi og hughreysting.

BIBLÍAN er:

  • Vegakort ferðamannsins
  • Stafur pílagrímsins
  • Áttaviti leiðsögumannsins
  • Sverð hermannsinns
  • Frelsisskrá kristins manns

Takk aftur þið einstaklingar sem standið á bak við Gídeonfélagið.

Guð blessi ykkur í ykkar óeigingjarna boðunarstarfi 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband