Ferna með framhaldslíf ???

Ég á eina gamla mjólkurfernu sem ég hugsa stundum til þegar ég heyri fólk tala saman um daginn og veginn og svo náttúrulega náunga sinn.    Þetta er ferna sem ég féll gersamlega fyrir um leið og ég fór að lesa hvað stóð utaná henni.    Innihald fernunnar var gott en boðskapur textans á fernunni var ennþá betri og ákvað ég við fyrsta mjólkursopa að gefa fernunni framhaldslíf (semsagt að henda henni ekki)   

Til er hér í bænum nokkurs konar

               andlegur

aldingarður

sem nærri því allir bæjarmenn finna sig

skylda til að rækta á allan hátt og hlynna

að á alla vegi, við þann blett mætast menn

af öllum stéttum, bæði karlar og konur,

allur stéttamismunur og allur aldursmunur

hverfur þar eins og þoka fyrir sólu, háir og

lágir taka þar höndum saman og gamal-

mennið á grafarbakkanum og barnið fyrir

innan fermingu hittast þar í bróðerni, tignar-

frúin og betlikerlingin sitja þar eins og

systur og allir vinna það sama, prýða og

skrýða blettinn, sumir gróðursetja þar ný

blóm, aðrir stóreflistré og sumir eru í óða

önn að vökva eldri blómum og eldri trjám

til þess að ekkert glatist, ekkert kulni út

eða visni, þessi augasteinn alls bæjarins,

þessi heilagi og friðaði aldinreitur er-

slúðrið í bænum.

Lífið í Reykjavík eftir Gest Pálsson (19.öld)

Mjólk er góð, en þagmælska er betri.

 

 


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aida.

Góður.

Gaman að fá að heyra í þér Birgir.

Drottinn blessi þig vinur, i Jesú nafni Amen.

Aida., 30.3.2008 kl. 19:50

2 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Birgir minn.

"Þögnin er óumræðilega hnittið svar." GK. Chesterton

"Upphaf vizkunnar er að kunna að þegja." Goethe

"Þögnin er sú röksemd sem örugast er að mótmæla." Sidney Smith

"Það er aðeins eitt sem er verra en að illa se´um mann talað og það er, að ekki sé um mann talað." Oscar Wilde

"Treystu ekki manni sem talar vel um alla." John Churton Collins.

"Sumt fólk segir ýmislegt ljótt um okkur, ekki vegna þess sem það veit um okkur, heldur vegna þess sem við vitum um það. Ók. höf.

"Gróusögur eru skemmtilegar, en siðavendnin gerir gróusögur um hneykslismál leiðinlegar." Oscar Wilde

"Karlmenn eiga auðveldara með að þegja yfir leyndarmálum annarra en sínum eigin, konur eiga auðveldara með að þegja yfir eigin leyndarmálum en annarra." Carl Bernhard

"Konur geta gætt leyndarmáls engu síður en karlmenn, þær þurfa bara að vera fleiri um það." Ók. höf.

"Ekkert er eins ergilegt og að komast að raun um að leyndarmál, sem maður hafði lofað að minnast ekki á við neinn, er á hvers manns vitorði." Liverpool Echo

Setti inn fáein spakmæli til að skemmta þér svolítið.

Guð veri með þér.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 31.3.2008 kl. 01:30

3 Smámynd: Birgirsm

Sæl Arabina. Takk fyrir innlitið og takk fyrir alla fallegu pistlana á síðunni þinni.  Þú ert eins og MANNAKORN sem lyftir Bloggheimum á hærra plan (og ekki veitir af)   Þakka þér fyrir það.

Sæl Rósa.  Ótrúlega mörg af þessum spakmælum sem hitta í mark, en uppáhalds spakmælið mitt er í Orðskviðunum 26:20

20 Þegar eldsneytið þrýtur, slokknar eldurinn,
og þegar enginn er rógberinn, stöðvast deilurnar.

Takk fyrir innlitið

Birgirsm, 31.3.2008 kl. 20:19

4 Smámynd: Arafat í sparifötunum

Elsku Birgir minn

loksins fannstu eitthvad ad viti a mjolkurfernui  vertu duglegri af skrifa .Eg var viss um ad tu varir buinn a[ skrifa marga pisla medan tu hefur tolvuna i fridi, en liklega er fullt starf hja ter ad hugsa um ungana okkar, medan eg er hinummegin a hnettinum. Allir 20.000 fornleifafradingarnir eru farnir og eg sit her og tel timana tar til eg kem heim til ykkar ...

Astar og saknadar kvedja

 

eiginkonan

Arafat í sparifötunum, 1.4.2008 kl. 01:36

5 identicon

Bara kíkti við til að lesa . Gamann . Kveðja C.woy

conwoy (IP-tala skráð) 2.4.2008 kl. 22:04

6 Smámynd: Arafat í sparifötunum

Sko.... nú er ég búinn að skila síðustu ritgerð þessa vors...fyrirlesturinn er búinn og þar með er ég hætt að rífa af þér tölfuna, elskan Hvernig væri að þú færir að skrifa eitthvað hér inn. Sjáumst við kvöldverðarborðið....

Arafat í sparifötunum, 11.4.2008 kl. 17:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband