18.5.2008 | 12:01
Óbiblíulegur hræðsluáróður
Ef ég væri nýr í trúnni og leitandi eftir sannleikanum, hvert myndi ég snúa mér ?
Ég myndi sjálfsagt leita til einhverra safnaðarpresta, fara á samkomur hjá viðkomandi og kynna mér betur eilífðarmálin. Ég hugsa að ég hefði vit á því að bera saman að einhverju leiti kenningu safnaðarins annars vegar, og síðan því sem leiðavísir kristinna manna Biblían segir hinsvegar.
Ef ég myndi sætta mig við andrúmsloftið hjá þessum söfnuði, kæmi sennilega að því að ég myndi festa ráð mitt trúarlega séð og tæki fegins hendi því boði að gera þann söfnuð að mínum.
Enn skelfingar ósköphefði ég orðiðsnöggur að standa upp, þótt blautur væri á bak við eyrun í trúnni, og forða mér á hlaupum frá prestinum, söfnuðinum og Guði ef einhver hefði sannfært mig um það, að ef ég myndi ekki haga mér skikkanlega og tæki einhver feilspor á lífsleiðinni þá myndi ég enda í helvíti og yrði þar píndur og brenndur, ekki bara í einn dag, heldur um alla eilífð.Ég myndi hugsa" Hvað er fólk að tala um það að Guð sé góður"
Ef þessi kenning um eilífar kvalir í helvíti,, næði taki á mér, óreyndum í trúnni, er ég nokkuð viss um að ég myndi hætta fyrir fullt og allt sannleiksleit minni og koma burtu frá mér sem fyrst öllum væntingum, vonum og hugsunum, um Guð minn sem átti að vera algóður.
Hvað fær menn til þess að taka DÆMISÖGUNA um Lasarus og ríka manninn í 16 kafla Lúkasarguðspalls bókstaflega ?
Finnst fólki líklegt að menn geti talað saman um daginn og veginn, annar í himnasælu en hinn i kvölum í svokölluðuhelvíti. ?
Er trú kristinna einstaklinga ekki sú að réttlætið sigri að lokum?
Hvernig gæti það kallast sigur ljóssins yfir myrkrinu, ef myrkrahöfðinginn hefði tækifæri til slíkra voðaverka um alla eilífð ?
Ef barnið mitt færi til Himins en ég færi til helvítis, hvernig yrði himnavistin hjá barninu mínu, horfandi á pabba sinn kveljast alla eilífð ?
Skömm finnst mér af því þegar menn varpa þessum ljóta skugga og þessari mjög svo óBiblíulegu kenningu á frelsara minn, haldandi það að Góður Guð léti svona gjörningviðgangast á fólki sem lifir hér á jörðu, örfá ár í synd
VAKNIÐI og lesiðDÆMISÖGUNA sjálf ásamt t.d
Esekíel 28:11-19,,,,Allir þeir meðal þjóðanna, er þekktu þig, voru agndofa yfir þér, þú fórst voveiflega og ert eilíflega horfinn,,,(þarna er átt við Myrkrahöfðingjann)
Malakí 4:1,,,, -svo að hvorki verði eftir af þeim rót né kvistur,,,( þarna er átt við syndara sem sumir segja að endi í eilífum eldi)
Júdasarbréf 1:7,,,, Eins og Sódóma og Gómorra og borgirnar umhverfis þær,sem drýgt höfðu saurlifnað á líkan hátt og þeir og stunduðu óleyfilegar lystisemdir, þær liggja fyrir sem dæmi, líðandi hegningu eilífs elds ,,,, ( hegningin er varanleg en ekki eldurinn , hann slokknaði eftir að hann var búinn að þjóna sínu hlutverki).
Ég er ekki góður í því að koma frá mér skoðunum mínum á prenti, en reyni nú samt. Ráðlegg ég þér sem lest þetta, að lesa hjálparlaust kaflann á undan og kaflann á eftir hverri Biblíutilvitnun.
Hættum að láta mata okkur á fráhrindandi og mjög svo óguðlegum kenningum sem þessari, sem lyktar svo hressilega af kúgun og auðsöfnunarhótunum hinna myrku miðalda.
L E S I Ð S J Á L F
Flokkur: Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 12:03 | Facebook
Athugasemdir
Sæll Birgir, frábær pæling hjá þér, ég skil þig svo vel varðandi "helvíti" það eina sem ég veit er það að ég er sannfærð um það að ég vil fá að upplifa að vera með Guði, og tilhugsunin um að fá ekki að upplifa slík vegur í mér óhug. Jesú er kærleiksríkur frelsari sem mun dæma, en hann mun vera réttlátur og við sem treystum á Guð og trúum á hann og sækjumst í hans orð og blessun þurfum ekkert að óttast, í þessu er ekki hroki, heldur bara fullvissa.
Knús
Linda, 18.5.2008 kl. 13:47
Sæll og blessaður. Ósköp líður mér illa þegar ég þarf að hlusta og hlusta á samkomum um helvíti. Ég veit nóg um það ógeð og ég þrái að heyra boðun um Jesú Krist og lausnarverkið hans. En við verðum að horfast í augu við staðreyndir. Við vitum alveg hvað stendur í Biblíunni og okkar er valið.
Fékkstu tölvupóst frá mér í dag?
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 18.5.2008 kl. 16:15
Flott grein Birgir, tekur vel á þessu...hræðilega efni.
Rósa, það er alveg rétt að Biblían er skýr og hún kennir ekki eilífar þjáningar. Ég er búinn svo sem að fjalla um þetta efni of oft en er alltaf til í að fara í gegnum það með hverjum sem er. Hérna eru greinar þar sem ég fer yfir hvað Biblían hefur um þetta mál að segja:
Áskorun fyrir kaþólikka og hvítasunnufólk varðandi helvíti, taka 2
Hvað gerist þegar maður deyr, hvað er helvíti?
Hugmyndin um Helvíti á ekki heima í Biblíunni
Þeir sem lifa vita að þeir munu deyja en hinir dauðu vita ekki neittMofi, 18.5.2008 kl. 20:41
Halló Linda
Já mér finnst "vonin" mun huggulegra umhugsunarefni og "vonin" er eitt það dýrmætasta sem hver kristinn einstaklingur á.
En mér finnst samt nauðsynlegt að taka á svona hættulegum villukenningum, sem gefa að mínu mati einstaklingum sem eru leitandi, kolranga mynd af lyndiseinkun Guðs okkar og frelsara. Takk fyrir komuna.
Sæl Rósa
Takk fyrir sendinguna, ó jú konan mín bjargaði málunum þannig að ég kom þessu frá mér eins og ég vildi. (Hvar væri ég án hennar). Þú mátt ekki misskilja mig, ég segi í pistlinum ...EF ég væri nýr í trúnni...
Segðu mér eitt Rósa, tekur þú söguna sem ég nefni í pistlinum, bókstaflega eða tekur þú henni sem hún sé dæmisaga ? Þú fyrirgefur bíræfnina í þessari spurningu, en ég má til, þetta sem þú segir hér fyrir ofan virkar dálítið loðið. Gott að heyra í þér . Kveðja
Sæll Mofi
Einu sinni heyrði ég skilgreiningu á orðinu "helvíti", skilgreiningu sem ég var dálítinn tíma að sætta mig við, sem ég og gerði á endanum.
HEL = DAUÐI. VÍTI = DÓMUR,,,,,, SEMSAGT,,,,, DAUÐADÓMUR.
Góðar og fræðandi færslur sem þú hefur skrifað um þessa helvítiskenningu.
Takk fyrir komuna
Birgirsm, 18.5.2008 kl. 23:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.