Strandarkirkja

 

Ennþá heita menn á Strandarkirkju. Samkvæmt munnmælum launar kirkjan áheitin.

Að svona texti skuli birtast í þjóðfélagi sem kallar sig kristið, hvernig í ósköpunum á kirkjan að fara að því að launa áheitin. Svona áheit fá mig alltaf til þess að hugsa til sölu aflátsbréfanna sem ónefnt trúarlegt stórveldi stóð fyrir hér á fyrri tímum, sú trúarstofnun kom því inn hjá auðtrúa, fávísum og ólestnum almúganum, að ef fólk borgaði pening til kirkjunnar fengi það niðurfellingu synda sinna og ef fólk borgaði aðeins betur gat fólk greitt fyrirfram, fyrir þær syndir sem það myndi drýgja í framtíðinni. Sorglegt finnst mér að Þjóðkirkjupresturinn séra Baldur Tetzel Kristjánsson skuli ekki sjá og finna þann rómverska ilm sem leggur af svona áheitum.  Málið væri allt annað og eðlilegra ef fréttin hefði verið eitthvað á þessa leið.

Ennþá heita menn á Guð. Samkvæmt munnmælum launar Guð áheitin.

Áheit á Guð getur verið á margan hátt, til dæmis get ég styrkt fjárhagslega og tekið að mér umkomulítið og munaðarlaust barn, sem engan á að og á allt sitt undir velvilja og þrautseigju samtaka á Íslandi sem heita ABC Barnastarf, bara smá dæmi. Svona í lokin væri gaman  (eða sorglegt) að vita eignir Strandarkirkju og hvort og þá hvað hún hefur látið gott af sér leiða.


mbl.is Enn er heitið á Strandarkirkju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður Birgir.

Þetta er auðvita hégómi að heita á byggingu. Við eigum ekki að dýrka veraldlega hluti sem mölur og ryð munu eyða.

Mér dettur nú bara í hug boðorð nr. 2 sem var sameinað boðorði nr. 1. á sínum tíma því það hentaði ekki boðskap kirkjunnar.

Önnur bók Móse 20:4
Þú skalt engar líkneskjur gjöra þér né nokkrar myndir eftir því, sem er á himnum uppi, eður því, sem er á jörðu niðri, eður því, sem er í vötnunum undir jörðinni.

Guð blessi þig og allt þitt fólk.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 4.8.2008 kl. 23:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband