15.11.2008 | 22:50
Samtökin ´78 í grunnskólana.
Fór á athyglisverðan foreldrafund í vikunni , partur af fundarboðinu hljóðaði eftirfarandi :
Á fundinum munu fulltrúar Samtakanna 78 veita fræðslu og svara fyrirspurnum. Markmiðið er að fræða foreldra um samkynhneigð, réttindi samkynhneigðra o.s.frv. Einnig verður foreldrum kynnt hvernig staðið verður að fræðslu til nemenda í efstu bekkjum grunnskóla
Þar sem ég á börn á grunnskólaaldri fannst mér ég skyldugur til að kynna mér málið og fór á fundinn, bjóst ég við fjölmennum fundi en einungis örfáar manneskjur mættu eða innan við 10 manns. Athyglisvert er það áhugaleysi sem foreldrar sýna fundi sem þessum en á því svæði sem þeir skólar þjóna sem að fundinum stóðu eru á annað þúsund nemendur.
Á fundinum tók til máls á vegum samtakanna´78 kvenmaður sem kynnti sig sem gagnkynhneigða og skildist mér á henni að hún væri prestlærð. Lýsti hún dásamlegri reynslu sinni af því að eiga tvíkynhneigðan son.
Rakti hún lauslega yndislega sögu sonar síns og sagði hún frá því að allt frá æsku hefði hann verið svona öðruvísi, svo kom að því í frásögn hennar þegar hún segir við barnið : ÞEGAR ÞÚ VERÐUR ELDRI OG KEMUR HEIM MEÐ KÆRUSTUNA,,, EÐA KÆRASTANN,,,.
Það var á þessu augnabliki sem ég fékk staðfestan þann grun minn um hvers vegna Samtökin´78 eru farin að sækja í skóla landsins.
Hvers vegna ? Jú til þess að koma því inn í huga barnanna að samkynhneigð og tvíkynhneigð sé af hinu góða, jákvæð, yndisleg og óskaplega eðlileg.
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Bloggar, Lífstíll, Menntun og skóli | Facebook
Athugasemdir
Hver hleypir þessum samtökum inní skólanna,þetta er skömm.
Númi (IP-tala skráð) 15.11.2008 kl. 23:55
Sæll Birgir
Þú veist að þetta er ekki til að spreða út samkynhneigð, heldur til að varna gegn fordómum gagnvart þeim krökkum sem eru það, hvort sem þau eru innan eða utan skáps.
Jakob (IP-tala skráð) 16.11.2008 kl. 10:29
Jakob
Þegar varnirnar gegn fordómum snúast um það að gera afbrigðilega kynhneigð jákvæða og eðlilega í augum barnanna þá er ég á móti slíkum vörnum.
Varnirnar ættu frekar að snúast um það að sýna umburðarlyndi (upp að vissu marki) gagnvart einstaklingum sem eru eitthvað öðruvísi en aðrir.
Birgirsm, 16.11.2008 kl. 14:02
Sæl Birgir minn.
Þetta er til háborinnar skammar. Það er allt brjálað ef einhver kemur til að kynna fyrir börnum kristna trú en það má koma með svona fræðslu um afbrigðilega kynhneigð og gera hana jákvæða fyrir börnunum okkar sem eru svo dýrmæt.
Hlakka til að lesa um blessanir í lífi þínu. Sjáðu á minni síðu hvernig ég set upp mínar blessanir.
Ég vona að þú hafir látið í þér heyra á þessum ófundi.
Guð veri með þér
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 17.11.2008 kl. 01:07
Christian Glitter by www.christianglitter.com
Rósa Aðalsteinsdóttir, 17.11.2008 kl. 01:07
Sæl Rósa
Já ég er svekktur yfir því hvernig þjóðfélagið er að breytast, auðvitað erum við ekki öll eins, öll höfum við kosti og galla, en þegar afskaplega lítill hópur fer að básúna um allar jarðir um kosti galla sinna og fá í lið með sér ólíklegustu þjóðfélagshópa td kennara og presta þá kemur nú að því að afturhaldssinni eins og ég reyni að spyrna við fótum.
Það er bæði skrítið og skýtur skökku við að 10 ára peyjinn minn sem var sendur með þetta fundarboð heim, fékk gefins bók í skólanum vikunni áður, og í þeirri bók stendur eftirfarandi: Þess vegna hefur Guð ofurselt þá svívirðilegum girndum. Bæði hafa konur breytt eðlilegum mökum í óeðlileg,
og eins hafa líka karlar hætt eðlilegum mökum við konur og brunnið í losta hver til annars, karlmenn frömdu skömm með karlmönnum og tóku út á sjálfum sér makleg málagjöld villu sinnar. Rómv 1:26-27.
Kveðja til þín Rósa
Birgirsm, 17.11.2008 kl. 21:49
Sæll Birgir, já þarna segir þú nokkuð, ekki boffs heyrist um þetta nema frá þér, hugrakkur ertu.
Fyrir mitt leyti þá hef ég mína skoðun á þessu, sú einfaldasta er sú að ég er óssammála þessu lífstíl, enn hvað fólk gerir á heimilum sínum, kemur mér bara einfaldlega ekki við, hvort um sé að ræða samk. eða gagnkynh.
Ég heyrðu sögu þess efnis að samkynh einstaklingur kom og tilkynnti fjölskylduvini um kynhneigð sína, sá sem fékk fréttirnar sagði einfaldlega "og" þetta koma viðkomandi á óvart því þessi vinur var trúaður, sá trúaði sagðist að hann mundi elska viðkomandi og vernda allt sitt líf og að viðkomandi væri ávalt velkomin á heimili fjölskilduv., ...þvílíkur kærleikur, við eigum að elska alla, og sýna þeim kærleika, þó svo að lífstíllinn sem tengist kynhn., sé rangur, þá er ekkert rangt við að elska einstaklinginn og leyfa viðkomandi að finna fyrir sönnum kristnum kærleika. Æi skilur þú hvað ég á við.
Nú, varðandi fræðsluna í skóla, þá þykir mér að foreldrar eigi að fá tilkynningu um málefnið, svo að hægt sé að taka ákvörðun um hvort barnið fái að taka þátt.
bk.
Linda.
Linda, 18.11.2008 kl. 00:10
Halló Linda
Hugrakkur,,,,, eða heimskingi, ég veit ekki hvort á að kalla það. Það sem ég er að fetta fingur útí er það að þessi samtök skulu komast þegjandi og hljóðalaust inn í skólana til þess að minnka fordóma gagnvart samkynhneigðum, þ,e minnka fordómana með því að gera samkynhneigð eðlilega í hugum barnanna.
Að sjálfsögðu er ég ekki á móti því að berjast á móti fordómum en þessi aðferð er langt í frá eðlileg. (Engin heilbrigður maður lætur brennuvarg halda utanum og stýra eldvarnarnámskeiði) eins og maðurinn sagði
Ég skil alveg hvað þú átt við Linda, kynhneigð annara kemur mér heldur ekki við.
Kveðja
Birgirsm, 18.11.2008 kl. 20:20
Sæll . Stórmerkilegt hjá þér . En annars , , skyldu samtökin 78 (hommar að hátta ) vilja upplýsa unglinga um hversu algengur sýfillis er orðinn algengur meðal homma ? Eða aðra sjúkdóma sem virðast herja af einhverjum "einkennilegum" ástæðum á kynvillinga ? Eða hversu bæld börn eru orðin sem búa með kynvilltum "pöbbum" og svo Lesbískum "mömmum" ?
conwoy (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 19:39
Sæll Conwoy.
Ég get ekki ímyndað mér að það fari einhverjar neikvæðar upplýsingar frá þessum samtökum út í skólana, þetta skóladæmi þeirra verður örugglega á sömu nótum og þessi fundur sem ég fór á, allt svo yndislegt, dásamlegt og jákvætt.
Þú nefnir unglinga í athugasemdinni !! Strákurinn minn er ný orðinn 10 ára og hann kom með fundarboðið sem var sérmerkt honum heim. Ég kalla hann barn!!!
Conwoy, ég fer að hugsa eins og Færeyingur þegar ég les síðustu spurninguna þína.
Birgirsm, 19.11.2008 kl. 21:07
Conwoy.
Fordómafull og ljót orð tekur þú þér í munn hérna!
Jakob (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 02:07
Jakob : Ég sé ekki að ég hafi neina fordóma . Ég hef áhyggjur af heilbrigðis og mannúðar málum, og því get ég ekki verið sáttur við að óþægilegir sjúkdómar breyðist út í þjóðfélaginu vegna óábyrgra kynvilltra einstaklinga . Og þá síst heldur sætti ég mig við það, að börnin sem erfa eiga landið, fái ekki uppeldi við eðlilegar kringumstæður . Ef ég kýs að halda samfélaginu frá óæskilegum sjúkdómum, og vill börnum það besta, get ég varla talist fordómafullur .
conwoy (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 18:39
Conwoy:
Ef þú telur að einhverjir sérstakir sjúkdómar herji frekar á samkynhneigða en aðra...
Ef þú telur að börn sem alast upp hjá samkynhneigðum foreldrum séu "bældari" en önnuð - hvað svo sem það þýðir...
...þá ertu fordómafullur.
Við pistlahöfund vil ég segja: hvað myndirðu gera ef sonur þinn reyndist samkynhneigður? Heldurðu að hann myndi segja þér frá því? Heldurðu að honum liði vel, vitandi að faðir hans liti svo á að kynhneigð hans sé af hinu illa, neikvæð og óeðlileg?
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 24.11.2008 kl. 18:33
Mér sýnist fordómarnir vera skæðastir gagnvart kristnum yfirleitt . Trúarnötttar - ofsatrúarlið- sértrúarpésar- bókstafstrúarlið . Bara vegna þess að við berum virðingu fyrir gildum kristinnar trúar, og reynum að verja hana . En siðleysið þykist eiga heiminn, og leyfir sér að breyta hugtakinu "kynvilla" í eitthvað sem vísar ekki í neina villu . (samkynhneigð) Ef sonur minn reyndist kynvilltur, segði ég honum að hann ætti við rangtúlkun á eigin tilfinningum að etja, og ætti að leita sér hjálpar . Ég veit ekki hvort ég nenni að vera að vísa í heimildir sem sanna, að það er hægt að koma rangtúlkuðum eigin tilfinningum í samt lag á ný . Það er víst álíka gagnslaust og að mótmæla á Austurvelli sýnist mér .
conwoy (IP-tala skráð) 24.11.2008 kl. 23:06
Tinna
Bara eitt dæmi
Ef kynhneigð sonar míns yrði til þess að ég yrði ekki afi og ég fengi ekki að njóta þeirrar gæfu að sjá barnabörn komast á legg þá myndi ég án efa koma drengnum í skilning um það að hann væri að valda föður sínum vonbrigðum og að kynhneigð hans væri neikvæð og óeðlileg, en ekki misskilja mig Tinna, ég myndi elska peyjann jafn mikið samt sem áður.
Birgirsm, 24.11.2008 kl. 23:47
Sem er einmitt það sem veldur því að Samtökin '78 og fleiri reyna að berjast fyrir fræðslu um samkynhneigð. Heldurðu að syni þínum liði vel að vita að eitthvað sem hann hefði ekkert vald yfir væri að valda þér vonbrigðum?
Þar að auki segir Biblían skýrur stöfum að leggist maður með öðrum manni eigi að taka þá báða af lífi. Mig minnir að *einhver* hafi sagt að Guð væri sá sami um aldir alda...svo varla getur GT verið dæmt dautt og ómerkt bara sisvona.
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 25.11.2008 kl. 00:38
Tinna þú segir:
...svo varla getur GT verið dæmt dautt og ómerkt bara sisvona.
Af hverju nefnir þú ekki NT líka, Páll Postuli var ekkert að skafa utanaf hlutunum varðandi þessi mál. Á ég kannski bara að gera eins og sumir prestar gera, plokka út og henda í burtu og láta eins og að ég sjái ekki 1 kafla Rómverjabréfsins til þess eins að hneyksla ekki þá einstaklinga sem fylla þann hóp sem Páll talar um? Nei það vil ég ekki gera.
Annars held ég að þú sért að gera mér upp eitthvað hatur í garð fólks Tinna, ef þú lest athugasemd frá Lindu þá hefði ég ekki getað lýst mínum eigin tilfinningum betur , en Linda segir eftirfarandi : , við eigum að elska alla, og sýna þeim kærleika, þó svo að lífstíllinn sem tengist kynhn., sé rangur,
Þetta er nákvæmlega mín skoðun en ég hlít að mega gagngrýna og skammast út í það sem mér kemur við og snertir það dýrmætasta sem ég á, án þess að vera stimplaður einhver hatursmaður
Birgirsm, 25.11.2008 kl. 21:14
Já, en Birgir, Biblían segir skýrum stöfum að það eigi að taka samkynhneigða af lífi - ertu þá ekki að "plokka út" með því að fara ekki eftir þessu? Reyndar stangast þetta á við eitt boðorðanna, svo kannske er skiljanlegt að þú sleppi því.
En hvað með allt hitt? Ég vona að konan þín gangi ekki með gull eða perlur eða flétti hárið - það er bannað (1. Tím. 2:9 OG 1. Pét. 3:3). Hvers vegna er samkynhneigð ykkur svona mikill þyrnir í augum þegar það er svo margt annað í Biblíunni sem er bannað?
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 25.11.2008 kl. 22:54
Það er ekki mitt að dæma til dauða, þó ég bölsótist út í það að skólarnir opni á ,,,Jákvæða kynningu á lífsmáta tvíkynhneigðra og samkynhneigðra,,, fyrir börnin mín.
Varðandi Biblíuna ættir þú að lesa hana betur og í samhengi og sleppa því að "plokka út" þau vers sem fara samhengislaust í pirrurnar á þér.
Bara svo þú vitir af því þá var konan mín með 2 Línu Langsokk fléttur, amk 3 gullhringa, en ekki með perlufesti, þegar ég kom heim í kvöld.
Lestu meira
Birgirsm, 26.11.2008 kl. 22:16
Er ég að "plokka út"? Segðu mér hvers vegna þú tekur mark á þeim versum sem fordæma samkynhneigð en ekki þeim sem banna konum að vera með perlur!?
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 26.11.2008 kl. 23:30
Við hryssurnar fyrir vagni Faraós líki ég þér, vina mín. (róleg Tinna)
Yndislegar eru kinnar þínar fléttum prýddar, háls þinn undir perluböndum.
Gullfestar viljum vér gjöra þér, settar silfurhnöppum. Ljóðaljóðin 1:9-11
Þarna er brúðgumi að lýsa brúði sinni, brúði sem greinilega skartar fyrir manni sínum, þetta er á mjög svo jákvæðum nótum, (nema kannski hryssurnar????)
Ég gleðst yfir Drottni, sál mín fagnar yfir Guði mínum, því að hann hefir klætt mig klæðum hjálpræðisins, hann hefir sveipað mig í skikkju réttlætisins, eins og þegar brúðgumi lætur á sig höfuðdjásn og brúður býr sig skarti sínu. Jesaja 61:10
Þetta vers er líka jákvætt, síðan er fjöldinn allur af jákvæðum versum um alla Biblíuna og meira að segja er talað jákvætt um hring í nefið
Skart yðar sé ekki ytra skart, hárgreiðslur, gullskraut og viðhafnarbúningur,
heldur sé það hinn huldi maður hjartans í óforgengilegum búningi hógværs og kyrrláts anda. Það er dýrmætt í augum Guðs. 1.Pét 3:3-4
Tinna, lestu byrjunina á 1.Pét þar stendur þetta í fyrsta versi Pétur postuli Jesú Krists heilsar hinum útvöldu, sem eru dreifðir sem útlendingar í Pontus, Galatíu, Kappadókíu, Asíu og Biþýníu, Pétur gefur þessu fólki (hinum útvöldu) góð ráð um að skarta frekar því besta í fari sínu sem er hið innra, en ekki einhverju ytra glingri í samskiptum sínum við samferðafólk sitt, það þarf mjög fyrirfram ákveðið sjónleysi til þess að sjá það út úr þessum versum sem þú nefnir að bannað sé að nota Perlur, Fléttur og Gull.
Tinna það er hvergi í Biblíunni hægt að finna neitt jákvætt um samkynhneigð eða tvíkynhneigð.
Sorry
Birgirsm, 27.11.2008 kl. 23:52
Það má nú túlka samband Davíðs og Jónatans á ýmsan hátt.
En svona fyrir utan það: sérðu hvergi neinar mótsagnir í Biblíunni?
Útskýrðu nú snöggvast eftirfarandi erindi (sem ég hef sjálfsagt slitið úr samhengi) :
11Konan á að læra í kyrrþey, í allri undirgefni. 12Ekki leyfi ég konu að kenna eða taka sér vald yfir manninum, heldur á hún að vera kyrrlát. (1. Tím. 2:11-12)
19Þér skuluð varðveita setningar mínar. Þú skalt eigi láta tvær tegundir fénaðar þíns eiga samlag, þú skalt eigi sá akur þinn tvenns konar sæði og eigi skalt þú bera klæði, sem ofin eru af tvenns konar efni. (3. Mós. 19:19)
47Og ef auga þitt tælir þig til falls, þá ríf það úr. Betra er þér eineygðum inn að ganga í Guðs ríki en hafa bæði augu og verða kastað í helvíti (Mark. 9:47)
18Hver sem skilur við konu sína og gengur að eiga aðra, drýgir hór, og hver sem gengur að eiga konu, sem skilin er við mann, drýgir hór. (Lúk. 16:18)
Hvernig skilurðu þessi orð? Mega konur kenna? Má ganga í fötum úr blönduðu klæði? (Ef ekki, er kannske tími til að þú mætir í handavinnutíma og tékkir hvort það sé ekki allt í góðu þar). Á að höggva af sér líkamsparta sem "tæla mann til falls" Hvernig tæla hendur/fætur/augu mann til falls? Er syni þínum nokkuð kennt að það sé í lagi að giftast aftur? Er það ekki algengara (að ekki sé minnst á viðurkenndara) en samkynhneigð?
Ég er í alvörunni forvitin, því ég hef aldrei skilið hvernig fólk velur sér reglur til að fara eftir - margir kristnir segja að Jesú hafi gert GT óþarft (en vitna samt í það þegar þeim hentar) þrátt fyrir að það standi í NT að ekki einn stafkrókur úr lögmálinu skuli falla úr gildi.
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 28.11.2008 kl. 01:08
Birgir stendur sig vel .
Hér er til umræðu kynvilla, en ekki Móselög yfir höfuð . Skilja það Tinna !
conwoy (IP-tala skráð) 29.11.2008 kl. 14:01
Æ, góði (and I use the word quite wrongly) conwoy - ég er bara að reyna að skilja hvers vegna samkynhneigð fer frekar í taugarnar á ykkur en allt hitt.
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 29.11.2008 kl. 16:22
Svona veriði góð.
Já Tinna það má túlka samband Davíðs og Jónatans á ýmsa og allskonar vegu, (ef maður les ekki nægilega mikið).
Þú spyrð mig út í mótsagnir í Biblíunni, td stendur eftirfarandi í Orðskv 7:16-19
Ég hefi búið rúm mitt ábreiðum, marglitum ábreiðum úr egypsku líni.
Myrru, alóe og kanel hefi ég stökkt á hvílu mína.
Kom þú, við skulum drekka okkur ástdrukkin fram á morgun, gamna okkur með blíðuhótum.
Því að maðurinn minn er ekki heima, hann er farinn í langferð.
,,Hvurslags,, kallinn ekki heima, aha er Biblían að hvetja til lauslætis ? Þetta er hrein og bein MÓTSÖGN (ef maður les ekki nægilega mikið)
Hjá Matteus 15:22-27 er frásögn af samskiptum Krists við Samverska konu.
Þá kom kona nokkur kanversk úr þeim héruðum og kallaði: Miskunna þú mér, herra, sonur Davíðs! Dóttir mín er mjög kvalin af illum anda.
En hann svaraði henni engu orði. Lærisveinar hans komu þá og báðu hann: Láttu hana fara, hún eltir oss með hrópum.
Hann mælti: Ég er ekki sendur nema til týndra sauða af Ísraelsætt.
Konan kom, laut honum og sagði: Herra, hjálpa þú mér!
Hann svaraði: Ekki sæmir að taka brauð barnanna og kasta því fyrir hundana.
Hún sagði: Satt er það, herra, þó eta hundarnir mola þá, sem falla af borðum húsbænda þeirra.
Ég man ennþá hvernig mér leið þegar ég veitti þessum texta fyrst sérstaka athygli en mér fannst skína í fyrirlitningu og kannski vott af rasisma og dónaskap, og það hjá Frelsara mínum!!! ég varð meira en lítið svekktur og upplifði höfnun af hans hálfu. Af hverju? Af því að ég las ekki nægilega mikið til að átta mig á af hverju Jesú sýndi þessi viðbrögð.
Þú nefnir 1.Tím 2:11-12 þar sem Páll segir:
Konan á að læra í kyrrþey, í allri undirgefni.
Ekki leyfi ég konu að kenna eða taka sér vald yfir manninum, heldur á hún að vera kyrrlát.
Ef þú færir þig í 4.kaflann getur þú lesið eftirfarandi í 7 versi: En hafna þú vanheilögum kerlingaævintýrum, og æf sjálfan þig í guðhræðslu.
Kannski hefur Tímoteus lennt í því að eitthvað ævintýrasagnavesen hafi komið upp meðal kvennanna í söfnuðinum hjá sér, hver veit en ef ég fer í næsta bréf Páls sem hann skrifaði til Títusar segir Páll eftirfarandi:
Svo eiga og aldraðar konur að vera í háttalagi sínu eins og heilögum sæmir. Þær skulu ekki vera rógberar og ekki heldur í ánauð ofdrykkjunnar, heldur kenni þær gott frá sér,
til þess að þær laði hinar ungu til að elska menn sína og börn, Títusarbr 2:3-4
Tinna ég tippla einungis á því helsta og það í mjög svo stuttu máli, og nota óspart versaplokkunina til þess, en það væri hægt að skrifa margar bækur um allar spurningarnar þínar.
En varðandi það fólk sem segir Jesús hafi gert GT óþarft þá skortir það fólk fræðslu og lifir það fólk við fáfræði, sem gerist stundum ósjálfrátt (ef maður les ekki nægilega mikið).
Lögmálið vil ég meina að séu Boðorðin 10 af langstæðstum hluta og þau á maður að reyna að halda af öllum mætti,
Sá sem segir: Ég þekki hann, og heldur ekki boðorð hans, er lygari og sannleikurinn er ekki í honum. 1.Jóh 2:4
Tinna ef Boðorð no 9 og 10 fjalla um sama hlutinn þ,e ágirndina þá veit ég að sú Boðorðasamsetning sem ég er að lesa er röng og þrælmenguð af íhlutun Kaþólsku kirkjunnar hér fyrr á öldum.
Nú er ég kominn langt út fyrir efnið. Kveðja
Birgirsm, 29.11.2008 kl. 21:10
Flott hjá þér kallinn . Nú þarft þú bara að fá þinn sérþátt á Omega, og Tinna mun bara horfa á kreppudagskrá ruv sem eftir er !
conwoy (IP-tala skráð) 30.11.2008 kl. 16:12
Takk fyrir hólið Conwoy, varðandi Omega ? nó þeinkjú. Af því að sú stöð kemur td aldrei með Boðorðin 10 hrein og ómenguð. Af hverju ? Það hentar þeim ekki vegna boðorðs númer 4 sem segir skýrt og greinilega að Hvíldardagurinn sé 7.dagur vikunnar en ekki dagur númer 1. eins og þeir halda fram.
Þannig að það er ekki skrítið að fólk verði ringlað og ruglað í allri þessari þeytivindu trúarbragðanna þar sem menn tala út og suður, vestur og norður og segjast prédika samkvæmt Biblíunni,,,,,,,, gleyma svo viljandi að lesa og læra heima,,,,,,,,og bera svo út margra alda gamla steinsteypu sem passar engan veginn við einfaldan og skýran boðskap Biblíunnar.
Þannig að það er ekki skrítið að venjulegt fólk hristi bara hausinn og horfi frekar á Kreppudagskrá RÚV heldur en að spá í eilífðarmálin
Kveðja til þín Conwoy
Birgirsm, 30.11.2008 kl. 18:39
Ég er sammála þér með fjórða boðorðið . Held samt að þeir viðurkenni hinn rétta hvíldardag innann skamms . Eða vona það allavega þeirra vegna .Það mundi bætast verulega í stuðningshóp þeirra við það .
conwoy (IP-tala skráð) 30.11.2008 kl. 20:28
Já það ætla ég að vona að þeir opni augun fyrir hinum rétta Hvíldardegi annað væri/ og er heimska af þeirra hálfu.
Það er alveg sama hvað menn fletta og brölta með blaðsíður Biblíunnar, þeir geta engan vegin sýnt með rökum að Sunnudagurinn hafi leyst af hólmi hinn Heilaga Hvíldardag Gyðinga Laugardaginn.
Birgirsm, 30.11.2008 kl. 20:46
Kannski verður næsta breyting : Heiðra skaltu móður þína og tengdaföður ? Eða Þú skalt ekki bera ljúgvitni gegn bankastjóra
conwoy (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 18:17
Ég var nú frekar að meina augljósu mótsagnirnar, Birgir. Ef Biblían er orð Guðs hversvegna klikkar hún á svona mörgum atriðum? Hvort fóru María og Jósep til Egyptalands (Matt. 2:14) eða Nazaret (Lúk. 2:39) eftir fæðingu Jesú? Hvernig er ættartala Jesú - á að fara eftir Lúkasi (3:23-38) eða Matteusi (1:1-16)? Hvað drakk Jesú á krossinum - var honum boðið vín og gall sem hann ekki þáði (Matt 27:34), var honum boðið myrrublandað vín sem hann ekki þáði (Mark. 15:23) eða var honum boðið edik sem hann þáði (Jóh. 19:29)?
Ef Biblían væri orð Guðs, ætti hún þá ekki að vera óskeikul og sjálfri sér samkvæm?
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 2.12.2008 kl. 01:18
Ef lög Alþingis eru orð "ráðamanna" því fara þeir þá ekki sjálfir eftir þeim ?
conwoy (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 20:04
Vegna þess að þeir eru tækifærissinnaðir hræsnarar. Ertu að segja að Guð sé það líka?
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 2.12.2008 kl. 23:10
Þú virðist endalaust geta teygt lopann vinan .
conwoy (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 23:27
Tinna þú segir:
Ef Biblían er orð Guðs hversvegna klikkar hún á svona mörgum atriðum? Hér er eitthvað annað að klikka en Biblían!
Biblían minnist ekki einu orði á veru fjölskildunnar í Egyptalandi, mætti ekki líta á það sem mótsögn ?
Tinna ef ég, þú og convoy færum saman eitthvað, td á Akureyri, myndi ferðasagan fá allavega þrjár hliðar, það er staðreynd að tvær manneskjur segja misjafnlega frá atburðarrás.
Það er sennilegast að Jósef og María hafi ekki verið nema kannski nema 6-7 mánuði í felum fyrir Heródesi í Egyptalandi þannig að það er ekkert skrítið að 4 einstaklingar hafi skráð Lífsgöngu Meistarans hér á jörðu á mismunandi hátt.
Annars finnst mér vera í þér Tinna sterkur þráður sem tengir þig Vantrú og Siðmennt eftir að ég fór inná síðuna þína um daginn, en þar sá ég þó eitt sem mér finnst verulega gott og er það athugasemd frá dömu sem heitir Sæunn Valdís og skrifar hún eftirfarandi:
Sko ég held ekki að maður geti gert allar þjóðir að lærisveinum með því að berja sínum skoðunum inní höfuðin á þeim, þvert á móti finst mér slíkt vera valdandi því að fólk verður mótfallið trú minni, þar af leiðandi er ég sem Kristin mjög á móti trúarbragða rökræðum sem þessum, þær gera engum gott og gerir trúarbragðaleysingja bara ennþá gallharðari á móti kristnidómi og þar af leiðandi gerir takmark Krists að "gera allar þjóðir að lærisveinum" alveg ómögulegt. Heldur finst mér við hæfi að láta verkin tala, til dæmis hjálpa þeim sem á þurfa að halda, og rækta sína trú og vera salt og ljós fyrir lýðinn.
Rökræður og rifrildi er ekki rétta leiðin til að hjálpa týndu sauðunum að finna góða hirðinn.
Ég vona að ég hafi mátt birta þetta, vegna þess að þetta er nákvæmlega málið.
Varðandi ættartöluna og hvað það var sem Kristi var boðið að drekka og hvað það var sem hann drakk á krossinum ætla ég að leyfa þér að finna út úr sjálfri, ef þú lest með opnum huga og lokar fyrir neikvæðnina sem hrjáir svo marga efast ég ekkert um að þú finnur svar við því sem þú leitar að.
Kveðja
Birgirsm, 2.12.2008 kl. 23:43
Heyr , heyr !!
Niður með kynvillu og annað viðurstyggilegt atferli í landi voru, svo hönd Guðs víkji ekki endanlega frá því !
conwoy (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 20:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.