Róninn og Ljósastaurinn við tjörnina

  Hvers vegna lætur fólk sig oft á tíðum berast hingað og þangað eftir alskonar trúarstefnum og tískuduttlungum af óvönduðum kennimönnum og prestum sem leyfa sér blákalt að velja og hafna að eigin vild orðum, versum, köflum, bókum og jafnvel Biblíunni í heild sinni en segja svo á sama tíma "Hér er Kristur",bæta svo við sína afneitun á kristninni og segja að hin Heilaga Ritning sé barn síns tíma, og að kristin trú eigi að dansa með og fylgja tíðarandanum hverju sinni. 

Í hvert skipti sem ég heyri í, eða heyri minnst á sóknarprestinn sem þjónar Fríkirkjusöfnuðinum við Tjörnina verður mér hugsað til sögunnar um rónann sem stóð útúrdrukkinn úti á plani, illa á sig kominn og hallaði sér upp að og hélt dauðahaldi í ljósastaur.  Hann nýtti sér staurinn sem slíkan, en birtan frá staurnum skipti þennan ólánsama drykkjumann ekki nokkru máli. 

Sama má segja um þennan umtalaða frjálshyggjusama fríkirkjuprest.   Hann hallar sér upp að Bókarkápu Biblíunnar en gerir ósköp lítið við þá andlegu birtu sem innihald bókarinnar bíður uppá og svo hlakkar í honum þegar hann segir frá því, og það í prédikun, að það væru góðar fréttir fyrir kristni í landinu að þúsundir manna hefðu skráð sig úr þjóðkirkjunni á síðustu árum.

Þessum "presti" stendur nákvæmlega á sama um þau boð, leiðbeiningar og bönn sem Biblían gefur því fólki sem kallast vill Kristið.  Og hvað gerist ?  Söfnuðurinn fylgir sínum presti og lætur sér fátt um finnast !

.....Af hverju ?..... Jú af því að fólk kynnir sér ekki og les ekki Biblíuna sjálft.....  hlustum á prestana  með opin eyru og tökum mark á því sem okkur er boðað, en einungis og eingöngu ef þeir tala samkvæmt  BÓK BÓKANNA.    


mbl.is Fagnar úrsögn úr þjóðkirkjunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Veist þú hvað biblían segir þér að gera.. þú ferð ekki eftir henni því það er ekki hægt, hver sá sem fer algerlega eftir biblíu endar í fangelsi eða á geðveikrahæli.
Þú og aðrir sem segist fara eftir henni fylgið ekki nema örlitlu brotabroti af því sem þar er að finna.

Lesa svo

DoctorE (IP-tala skráð) 23.11.2008 kl. 23:13

2 Smámynd: Birgirsm

Sæll Doctor E

Ég reyni eins og ég get að fara eftir orðum ritningarinnar og ráðleggingum hennar og ég er ekki enn kominn í fangelsi eða á geðveikrahæli þannig að það verður sennilega ekkert af því að við hittumst í bráð kæri doktor.

En þakka þér kærlega fyrir hvatninguna og ég tek innilega undir það sem þú segir

  LESA SVO

Birgirsm, 23.11.2008 kl. 23:44

3 Smámynd: Jóhann Hauksson

Ef okkur kennt eitthvað annað en Biblían boðar og það kennt sem heilagur sannleikur erum við búinn að missa fótfestuna sem kristnir einstaklingar, við vitum þá ekki hverju við eigum að trúa.

Eitt í dag annað á morgunn. Guð skiptir aldrei um skoðun. Guð sagði fyrir synd kemur dauði, hann fórnaði sínum eigin syni fyrir syndir okkar í stað þess að skipta um skoðun.

Gerum við okkur grein fyrir hvað er synd og eins því að til að fá fyrirgefningu þarf að biðja Guð um fyrirgefningu og iðrast, byrja nítt líf með hjálp Guðs.

Jóhann Hauksson, 24.11.2008 kl. 19:54

4 Smámynd: Birgirsm

Sæll Jóhann

Þú segir:   Ef okkur kennt eitthvað annað en Biblían boðar og það kennt sem heilagur sannleikur erum við búinn að missa fótfestuna sem kristnir einstaklingar, við vitum þá ekki hverju við eigum að trúa.

Nákvæmlega, þess vegna er ömurlegt til þess að hugsa að úlfar í sauðagæru fái óhindraðan aðgang og það úr prédikunarstóli að einstaklingum sem einhverra hluta vegna kynna sér ekki sjálfir orð og boðskap Ritningarinnar.

Þessi "prestur" verður að gera sér grein fyrir því að ,,Guð er sá sami í dag og um aldir,, eins og þú kemur að og "presturinn" veit að hann hefur frjálst val til þess beygja og brjóta skýr lög Guðs og breyta þeim eftir tískusveiflum nútímans, en ég er hræddur um að hann fái á baukinn seinna meir fyrir það að KENNA ÖÐRUM ÞAÐ.

Kveðja

Birgirsm, 24.11.2008 kl. 22:07

5 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Farið þið sumsé líka eftir öllum boðum og bönnum Gamla Testamentisins?

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 25.11.2008 kl. 00:29

6 Smámynd: Ólafur Jóhannsson

Sæll Birgir! Þakka þér að vekja athygli á þessum boðbera Fagnaðarerindisins í Fríkirkjunni við tjörnina í Reykjavík.

Mig undrar á því hve fáir kristnir (kennimenn) hafa látið heyra í sér. Sérstaklega vakti ræða umrædd prests í útvarpi fyrir stuttu síðan, reiði og sorg þeirra sem trúa á boðskap Ritningarinnar, Bók Bókanna.

Birgir! Getum við gert eitthvað sem er í mótvægi og veitir hjálp til þeirra sem fallið hafa fyrir villukenningum slíkra boðbera?  Mér er kunnugt um hóp trúaðra sem koma saman reglulega og biðja fyrir þessum "presti" Fríkirkjunnar, að Drottinn mætti fyrirgefa honum og leiða hann aftur til Orðsins, sem gefur frelsi og líf. Einnig er beðið fyrir þeim sem villst hafa af leið, fyrir boðberum slíkra kennimanna.

Birgir, hafðu þökk fyrir að vekja athygli á þessu máli.

Það er markmið og máttur í bæninni...

Tinna! Sennilega er enginn sem hefur getað farið nákvæmlega eftir öllum boðum og bönnum í Ritningunni, en við því er lausn!

LESA SVO

Kveðja
olijoe

Ólafur Jóhannsson, 28.11.2008 kl. 12:00

7 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll og blessaður.

Sorgleg framganga hjá Séra Hirti í svo mörgum málum. Hann vill framkvæma athafnir sem samkvæmt orði Guðs eru rangar og svo fagnar hann að fólk segi sig úr þjóðkirkjunni. Óguðlega prestastefnan breytti lögum sem voru að hans skapi.

Hef aldrei pirrað mig út í að þjóðkirkjan skuli vera algjörlega ríkisrekin en nú eftir að óguðlega prestastefnan fór að breyta lögum Guðs og breyta textum hinnar heilagra ritningar hef ég tekið afstöðu og vil aðskilnað á milli ríkis og kirkju. Við eigum ekki að halda uppi kirkju sem vill ekki hlýða Guðslögum.

Kíktu á bloggið mitt, kannski er einhver sem þú veist um sem á erindi til Séra Péturs.

Vertu Guði falinn

Kær kveðja/Rósa 

Rósa Aðalsteinsdóttir, 28.11.2008 kl. 22:19

8 Smámynd: Birgirsm

Takk fyrir komuna Ólafur

Ólafur ég veit um gott ráð og það er að hrista söfnuðinn hressilega upp af þessum kæruleysis og undanláts svefni sem að hann sefur, en hvernig veit ég ekki öðruvísi en þú nefnir.

Kveðja

Birgirsm, 29.11.2008 kl. 23:02

9 Smámynd: Linda

Sæll Birgirsm, beittur eins og við má búast.  Já það er sorglegt ástandið hjá þessum vesalings manni sem er eða á að vera trúbróðir okkar.  Hann hefur sagt svo margt sem er honum sjálfum til skammar, og svo eru blindir sauðir sem fylgja honum, í stað þess að gæta að hvað ritningin hefur að segja í samhengi við hans orð.  Ég bið að Guð leysi hann úr klóm óvinarins. 

Ritningin segir að við eigu að sannreyna allt sem þeir sem tala orð Guðs út segja, því kæru vinir sem hér lesa, er komin tími að við tölum við fólk um ritninguna og lestur hennar. Sem er lifandi vatn inn í okkar líf.  Það er alla veganna mín reynsla.

bk.

Linda.

Linda, 30.11.2008 kl. 00:30

10 identicon

Sæll Birgir.

Ég hef sjálfur verið óhress með hann upp á síðkastið. Frá prestadeilunni og þaðan af. Hann jarðaði Ömmu kærustu minnar og er hennar fjölskylduprestur og góður maður, svo það sé ekki dregið í efa.

Annars hefur þessi ofurfrjálslynda Guðfræði farið töluvert í mig. Öllu má nú ofgera. Þess vegna hef ég tekið frekjuna á það að reyna að fá minn fjölskylduprest í giftinguna (þegar þar að kemur). Öllu öðru má hún ráða ef ég fæ því fram. Verst að minn prestur er orðinn biskup og ekki mikið í almennum athöfnum.

Bestu Kveðjur Birgir

Jakob (IP-tala skráð) 30.11.2008 kl. 01:55

11 Smámynd: Birgirsm

Sæl Rósa

Já þetta er sorgleg framkoma hjá Hirti, ég er nokkuð viss um að hann væri sáttur við að halda Svarta Messu einn daginn, svona til að þóknast öllum og til að hrapa ekki niður í vinsældum hjá minni-hluta hópum.  Þetta eru stór orð hjá mér en það er ennþá stærri orð hjá honum þegar hann segir það réttlætismál að hommar og lesbíur fái að ganga í "Heilagt Hjónaband"  Hvernig getur "prestur" sagt það Heilagt sem Guð lýsir andstyggð og vanþóknun sinni á ? 

Sæl Linda

Við ættum kannski að bjóða honum fría upprifjun á boðskap og innihaldi Biblíunnar og reyna að rifja það upp með honum að Biblían ætti að vera eini leiðarvísir hins Kristna manns. (hannættinúaðvitaþað)

Sæll Jakob

Blessaður stattu fast á þínu varðandi giftinguna (þegar að henni kemur). Þú segir eftirfarandi:  og er hennar fjölskylduprestur og góður maður, svo það sé ekki dregið í efa.  Ég hef hvorki sagt að maðurinn Hjörtur sé góður eða slæmur, en Presturinn Hjörtur er villtur og það allverulega, og það þarf Góða Hirðirinn sjálfan til að koma böndum yfir þennan Villi-Hjört.

Birgirsm, 30.11.2008 kl. 12:02

12 identicon

Skemmtileg samlíking þetta með ljósastaurinn og rónann Meira svona !

conwoy (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 20:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband