3.1.2009 | 03:37
Eru Múslimar bræður mínir ?
Mikil umræða var í þjóðfélaginu á liðnu ári vegna flóttakvenna frá Palestínu sem komu til landsins og settust hér að og langar mig af því tilefni að skoða hvað Ritningin hefur að segja um það hvernig framkoma okkar kristinna ætti að vera gagnvart náungum okkar, gagnvart fólki sem minna má sín í samfélagi þjóðanna. Eftirfarandi vers eru sterk og fer ekki á milli mála að náungakærleikurinn er í fyrsta og efsta sæti versanna.
Ef sá, sem hefur heimsins gæði, horfir á bróður sinn vera þurfandi og lýkur aftur hjarta sínu fyrir honum, hvernig getur kærleikur til Guðs verið stöðugur í honum? Börnin mín, elskum ekki með tómum orðum, heldur í verki og sannleika. 1.Jóh 3:17-18
Því hungraður var ég, og þér gáfuð mér að eta, þyrstur var ég, og þér gáfuð mér að drekka, gestur var ég, og þér hýstuð mig, nakinn og þér klædduð mig, sjúkur og þér vitjuðuð mín, í fangelsi var ég, og þér komuð til mín. Matt 25:35-36
Ef bróðir eða systir eru nakin og vantar daglegt viðurværi og einhver yðar segði við þau: Farið í friði, vermið yður og mettið! en þér gefið þeim ekki það, sem líkaminn þarfnast, hvað stoðar það? Eins er líka trúin dauð í sjálfri sér, vanti hana verkin. Jak 2:15-17
Hrein og flekklaus guðrækni fyrir Guði og föður er þetta, að vitja munaðarlausra og ekkna í þrengingu þeirra og varðveita sjálfan sig óflekkaðan af heiminum. Jak 1:27
Hvað á ég "Íslendingurinn" að vera stöndugur, og hvað á ég "Íslendingurinn" að eignast mikið sjálfur áður en ég get farið að gefa af mér til náunga míns sem líður skort í einhverri mynd ?
Er það einhverstaðar nefnt og það sett sem skilyrði í Biblíuversunum hér fyrir ofan að bróðir minn og systir verði að vera samlandar mínir ?
Í sögu Krists um "Miskunnsama Samverjann" er athyglisvert að það var útlendingurinn (Samverjinn) sem var í því hlutverki að líkna, hjálpa og hjúkra, Lúkas 10 kafli.
Kemur til mála að einhverjir Íslendingar hafi stigið á umburðarlyndis og meðaumkunar-bremsuna þegar umræðan var komin á það stig að þessar ólánsömu konur væru múslimar, við þá samlanda mína vil ég segja að það er hlutverk okkar og prestanna okkar að sjá til þess að fólk úr öðrum menningarheimum sem hingað kemur og sest hér að aðlagist okkar siðum, okkar siðvenjum og okkar trú.
Af hverju þarf útlendingurinn sem hingað kemur að taka upp okkar trú ? spyr einhver,,,
Eigum við að hætta á það að lenda í sömu snörunni og mörg nágrannalönd okkar t,d Danir og Bretar? Hvaða líkn og hvaða hjálp er í því að skapa það eldfima samfélag sem hefur myndast t,d í Svíþjóð.
Óska ég þessum Palestínsku konum og börnum þeirra Gleðilegs árs og friðar og vona ég að þær finni og feti með Guðs hjálp hinn mjóa og rétta veg.
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Lífstíll, Menning og listir, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ertu ekki að jóka. Hugsaðu og lestu mannkynssöguna. Hugsaðu áður en þú gefir terróristum. Það er ekki alltaf h´gt að fela sig bakvið biblíuna.
Valdimar Samúelsson, 3.1.2009 kl. 06:18
Sæll Birgirsm.
Ég skrifaði mjög hvassa grein um muslimaþjóðfélagið fyri nokkru.
Ég get sagt þér svo sannarlega elska ég allt það saklausa Muslimafólk sem er í fjötrum
vegna tiltölulegra fárra "Brjálæðinga" sem lýsa því yfir að þeir ÆTLI AÐ GEREYÐA ÍSRAELSMÖNNUM
og hverjir eru svo næstir ,kristnir ?
það get ég aldrei samþykkt sem Kristinn maður.
Meira að segja að OKKAR STJÓRNARSKRÁ BANNAR SLÍKA FLOKKA( ALLA ÞÁ SEM LÝSA ÞVÍ YFIR AÐ ÞEIR ÆTLI SÉR AÐ DEYÐA EINHVERN SEM ER EKKI ÞEIM ÞÓKNANLEGUR)(þetta eru mín orð).
VISSIR ÞÚ ÞAÐ.?
Við eigum SKILYRÐISLAUST að styrkja þetta blessaða saklausa fólk mynduglega í gegn um Rauða Krossinn .
OG SVO MINNI ÉG Á HÖRMUNGARNAR Í
KONGÓ.
SRI LANKA
ÍRAK ,
ÍRAN,
INDLANDI
KÍNA,
TETSJENIU
AFGANISTAN
OG FLEIRI OG FLEIRI.
GÓÐAR STUNDIR
Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 06:36
Við förum ekki i manngreinar álit, við eigum að biðja fyrir öllum og hjálpa öllum.
Við skulum ekki gleyma ritningaversinu:,,Ef óvinur þinn þyrstir gef honum að drekka, ef hann hungrar gef honum að borða ef hann biður þig um að labba með þér 1 milu labbaðu 2. Drottinn þröngvar sig ekki uppá á neinn og eitt annað við gefum engum trú á Jesú það gerir hann sjálfur svo farið ekki i manngreinaálit.
Aida., 3.1.2009 kl. 11:04
Sæll Valdimar þú segir
Ertu ekki að jóka. Hugsaðu og lestu mannkynssöguna. Hugsaðu áður en þú gefir terróristum.
Hvaða terroristum er verið að gefa hvað ? Eru allir múslimar terroristar, ég ætla mér ekki að verja Múslimatrúnna en mér finnst það afskaplega hæpið ef þú kallar þessar konur og börn þeirra terrorista.
Sæll Þórarinn
Ég er ekki að skrifa um múslimaþjóðfélagið sem slíkt nema að því leyti að ég vill ekki sjá slíkt þjóðfélag myndast hér allra hluta vegna eins og ég bendi á þegar ég nefni Danmörku, Bretland, og Svíþjóð, sem vítin sem við eigum og verðum að varast.
Sæl Aida
Það er einmitt manngreinarálit sem við eigum að varast eins og heitan eldinn, þú segir eftirfarandi:
Drottinn þröngvar sig ekki uppá á neinn og eitt annað við gefum engum trú á Jesú það gerir hann sjálfur
Það er okkar að bera Fagnaðarboðskapinn til fólks með Guðshjálp
Kveðja til ykkar og takk fyrir innlitin
Birgirsm, 3.1.2009 kl. 13:35
sá eina í viðtali í sjónvarpinu, og hún var slæðulaus og var spennt að upplifa jólin, hún er gullfalleg kona sem á rétt á því að byrja nýtt líf, í frelsi og ekki kúgun.
það komu víst nokkuð mikið af heimsóknum til þeirra eftir að þær komu til landsins, þeir sem heimsóttu þær voru vitanlega múslímskir karlmenn að biðja þeirra. Þeim varð svo um að þær kvörtuðu til Rauðakrossins ef ég man rétt og svo útlendinga eftirlitsins, þær vildu fá að vera í friði. Það hefur vonandi virkað. Þær eiga rétt á því að byrja alveg nýtt líf. Ég var ekki sammála komu þeirra, fannst að við ættum að styrkja betur Rauðakrossinn. En, þær eru komnar og megi algóður Guð vera þeim náðugur og gefa þeim aðganga að frelsaranum án ótta um að verða hræddar um lífs sitt.
bk.
Linda.
Frelsarin er að vitja Múslíma um heim allan, og þeir eru að skipta um trú. Merkilegt kraftaverk þar í gangi. Dýrð sé Guði.
Linda, 3.1.2009 kl. 18:03
Sæll Birgir minn.
Ég setti spurningu við peningasendingu til Palestínu 2008 frá Utanríkisráðherra. Ég óttast að þessir peningar hafi ekki farið til þeirra sem þurftu hjálp. Nú var önnur peningasending en Rauði Krossinn verður milliliður og það líkar mér. Ég vil auðvita að þessu fólki sé hjálpað svo framarlega sem það er hægt en það eru fleiri sem eru í mikilli eymd núna og vil ég benda á Kongó. Ingibjörg Sólrún virðist hafa gleymt þeim en ekki fólkinu í Palestínu. Það á ekki að gera uppá milli.
Það er blessun að gefa.
Það fólk sem hingað flytur á ekki að drottna yfir okkur heldur að aðlagast aðstæðum hér. Því miður hafa Múslímar í Evrópu smogið sér inn hér og þar eins og arfinn sem kæfir annan gróður að lokum og hrædd er ég um að það sé stefna Múslíma og þeir gera þetta í þeirri trú að þeir eru að bjarga okkur frá villitrú. En svo verðum við að muna að Íslam er bara smá brot af Múslímum um allan heim. Flest af þessu fólki er friðsamt en allir fá stimpil fyrir Íslam. Fá stimpil fyrir hryðjuverkasamtök eins og Hamas.
Vertu Guði falinn
Shalom/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 3.1.2009 kl. 20:15
Halló Linda og Rósa.
Ég á eintak af Bjarma 1.tbl.102. árg. marz 2008 og er með mikið dálæti á grein þar eftir séra Ólaf Jóhannsson, sem nefnist Íslamistar og Naívistar, þar segir Ólafur eftirfarandi:
Þeir (flóttamennirnir) hafa jafnvel flúið ofsóknir í upprunalandi sínu og sest að á Vestrurlöndum til að geta lifað í friði en hitta þar fyrir sömu ofsækjendur og þeir hröktust undan á sínum tíma!
Þetta má ekki með nokkru móti gerast hér heima!
Í annari grein í sama blaði á bls 30 er nefnt það sem ég reyndi að koma að í mínum pistli, í þessari grein sem kallast ,,Samtal við Múslima,, er talað um misjöfn viðhorf hins kristna til múslimans, þar segir eftirfarandi:
3. Hin herskáa nálgun: Litið er á múslina sem óvini sem þurfa að berjast gegn. Hér bendir Maurer á að það geti vakið undrun en því miður sé þessi krossferðaviðhorf en að finna meðal sumra hópa kristinna trúar. Litið sé á Múslima sem aðskotahlut í þjóðfélaginu sem losna þurfi við, ekki boða þeim trú .
Þetta má heldur ekki með nokkru móti gerast hérna heima.
Kveðja
Birgirsm, 3.1.2009 kl. 22:20
Sæll og blessaður
Sammála.
En hvað með skilaboðin frá mér. Er norðaustanátt eða sunnan blíða?
Vertu Guði falinn
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 3.1.2009 kl. 22:28
Ég sé ekkert að því að hlaupa undir bagga með fólki sem á ekki í önnur skynsamlegri hús að venda . En fólk úr islam fær ekki minn stuðning ef það heldur sér islam megin í trúarlífinu . Ástæðan :
http://jp.youtube.com/watch?v=fXFYH5ckDKQJúrí (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 22:53
Auðvita eigum við að boða hann, dag og nótt það sem ég meina er að við eigum að biðja fyrir þeim og ældrei hætta að vona.
Muslimi buddisti eða þeir sem hafa Guð okkar að háði.
Páll Postuli drap kristna menn og Drottinn ákvarð hann til sin og til hans fór hann.
Hve margir á undann báðu fyrir honum og vitnaði?
Kanski margir, kanski enginn, en ritað er allir fá að heyra, Allir.
Blessa ´þig í Jesú nafni.Amen
Aida., 3.1.2009 kl. 23:39
Rósa það er ofan-lognhríð, sér ekki út úr augum fyrir blíðu.
Sæll Júrí ég hef illan bifur á þessum svokölluðu Íslam-istum sem vilja drepa allt og alla í nafni trúar sinnar, en mér finnst fólk setja ofmikið samasem merki þarna á milli
Birgirsm, 3.1.2009 kl. 23:46
Aida, ég skil hvað þú ert að meina.
Guð blessi þig og allt þitt fólk
Birgirsm, 4.1.2009 kl. 00:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.