6.8.2008 | 01:02
Ísrael, þekkti ekki sinn vitjunartíma
Af þeim 5,4 milljónum Gyðinga sem byggja Ísrael í dag, eru einungis um það bil 15.000 sálir sem kosið hafa Krist sem frelsara sinn.
Vitandi þessar tölur, get ég þá leyft mér að draga þá ályktun að Ísraelsþjóðin sé ,,útvalin þjóð guðs,, enn þann dag í dag ?. Ef þessar mannfjöldatölur eru réttar er skynsamlegt af mér að halda því statt og stöðugt fram að þessi þjóð sé ennþá í því hlutverki sem Guð ætlaði henni, þegar aðeins eru um 0,28 % þjóðarinar viðurkennir Krist.
Ég dáist að og met þessi 0,28 % þjóðarinnar mikills, en ég get þó ekki með góðu móti sagt að ég meti hin 99 % meira eða minna heldur en aðrar þjóðir, og þó, þeir eiga þá albestu hermenn sem heimurinn hefur uppá að bjóða, en er það komið af góðu.
Er hægt að segja að þetta ríki sé undir vernd og blessun Guðs, sem frá stofnun 1948 hefur með kjafti, klóm og dyggri aðstoð Bandaríkjanna þurft að verja tilverurétt sinn gangnvart nágrönnum sínum dag og nótt.
Ég skrifa ekki svona færslu nema hafa Bók Bókana fyrir framan mig og enda þessa færslu á að benda á orð Jesú Krists sjálfs, þegar hann segir skýrum orðum að hlutverk Ísraels verði gefið öðrum í hendur. Lesið dæmisöguna um vondu vínyrkjana Matt 21:33-46.
33Enn sagði Jesús: Heyrið aðra dæmisögu: Landeigandi nokkur plantaði víngarð. Hann hlóð garð um hann, gróf fyrir vínþröng og reisti turn, seldi hann síðan vínyrkjum á leigu og fór úr landi. 34Þegar ávaxtatíminn nálgaðist sendi hann þjóna sína til vínyrkjanna að fá ávöxt sinn. 35En vínyrkjarnir tóku þjóna hans, börðu einn, drápu annan og grýttu hinn þriðja. 36Aftur sendi hann aðra þjóna, fleiri en þá fyrri, og eins fóru þeir með þá. 37Síðast sendi hann til þeirra son sinn og sagði: Þeir munu virða son minn. 38Þegar vínyrkjarnir sáu soninn sögðu þeir sín á milli: Þetta er erfinginn. Förum og drepum hann og náum arfi hans. 39Og þeir tóku hann, köstuðu honum út fyrir víngarðinn og drápu hann.
40Hvað mun nú eigandi víngarðsins gera við vínyrkja þessa þegar hann kemur?
41Þeir svara: Hann mun vægðarlaust tortíma þeim vondu mönnum og selja víngarðinn öðrum vínyrkjum á leigu sem gjalda honum ávöxtinn á réttum tíma.
42Og Jesús segir við þá: Hafið þið aldrei lesið í ritningunum:
Steinninn sem smiðirnir höfnuðu
er orðinn að hyrningarsteini.
Þetta er verk Drottins
og undursamlegt í augum vorum.
43Þess vegna segi ég ykkur: Guðs ríki verður tekið frá ykkur og gefið þeirri þjóð sem ber ávexti þess. [ 44Sá sem fellur á þennan stein mun sundur molast og þann sem hann fellur á mun hann sundur merja.][2]
45Þegar æðstu prestarnir og farísearnir heyrðu dæmisögur Jesú skildu þeir að hann átti við þá. 46Þeir vildu taka hann höndum en óttuðust fólkið þar eð menn töldu hann vera spámann.
Hvað er Kristur að segja þarna, annað en að láta það berlega í ljós að hlutverki Ísraels sem ,,Útvalinni þjóð Guðs,, sé lokið.
Getur verið að Kristnir einstaklingar séu farnir að dá og dýrka verkfærið, sem þó brást, og varpa þannig skugga á sjálfann Smiðinn, sem þeir þó treysta á og binda allar sínar vonir við.
Megi algóður Guð blessa löndin fyrir botni Miðjarðarhafs og gefa þeim frið.
Meginflokkur: Trúmál og siðferði | Aukaflokkar: Bloggar, Menning og listir, Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þetta er samt ekki síðasta orð Guðs um Ísraelsþjóðina, Birgir.
Svo eru meinlegar villur hér. Það voru ekki Bandaríkjamenn, sem studdu Ísrael mest frá 1948, fyrsta áratuginn, heldur m.a. Sovétmenn. Þó ber fyrst og fremst að líta á, hve illa vopnum búnir Gyðingarnir í Landinu helga voru á þeim tíma. Að sjá ekki hönd Guðs að verki í Ísrael 20. aldar, gegn ofurefli fjölmennra þjóða, held ég útheimti þó nokkrar gloppur á einu mikilvægu sjónsviði augna hins trúaða.
Með góðum óskum,
Jón Valur Jensson, 6.8.2008 kl. 01:59
Sæll Jón
Fyrsta eða síðasta orð Guðs um Ísraelsþjóðina. Skiftir það nokkru máli? Við vitum báðir að Guð er sá sami í dag og hann var í gær.
Varðandi þessa meinlegu villu sem þú talar um, þá hefði ég kannski getað orðað þetta örlítið öðruvísi, en ég veit að frá stofnun ríkisins hafa Ísraelsmenn aldrei átt dyggari stuðningsmenn heldur en Bandaríkjamenn, einfaldlega vegna fjölda Gyðinga og Gyðingsættaðra Bandaríkjamanna. Ég nefndi reyndar ekkert sérstaklega fyrsta áratuginn. Ég sagði frá upphafi.
Þú segir eftirfarandi:
Að sjá ekki hönd Guðs að verki í Ísrael 20. aldar, gegn ofurefli fjölmennra þjóða, held ég útheimti þó nokkrar gloppur á einu mikilvægu sjónsviði augna hins trúaða.
Ekki vil ég kalla það "gloppur" í sjónsviði að skoða orð Frelsarans, og hvorki get ég, né vil, álykta sem svo að hönd Guðs sé að verki í öllum þeim ríkjum heimsins sem gera það "gott" og standa sig "vel", hernaðarlega séð.
Kveðja
Birgirsm, 7.8.2008 kl. 21:13
Já, það skiptir máli, kæri Birgir. Lestu aftur Rómverjabréfið um þessi mál.
"Frá upphafi" Ísraelsríkis þýðir frá 1948, en Bandaríkin studdu Ísrael minna en Sovétríkin á þeim tíma, og 1956 beittu Bandaríkin sér gegn Ísraelum í Súezstríðinu.
En við erum sammála um, að kirkjan (með sína 12 postula í upphafi, sem e.k. framhald hinna 12 kynkvísla Ísraels) er framhald Ísraelslýðs. Gyðinga nú á dögum – og alltaf – hygg ég samt eiga ævarandi stað í ráðsályktun og umhyggju Guðs, en tel, að það tengist líka kirkjunni, fyrirbænum fyrir þeim í kristinni kirkju og vitaskuld hinum eina sanna meðalgangara manns og Guðs: drottni Jesú Kristi.
Jón Valur Jensson, 8.8.2008 kl. 02:21
Þá erum við sammála því Jón, að "allir" af öllum þjóðum sem viðurkenna Krist sem frelsara sinn og fara að boðum hans eru þegnar í ,, framhaldi Ísraelslýðs ,,eins og þú segir.
þ.e fá þegnrétt í hinum andlega Ísrael, sem tók við því leiðtogahlutverki sem Guð ætlaði Gyðingaþjóðinni.
Í Rómverjabréfinu stendur eftirfarandi:
9 kafli 1-8 vers 1Ég tala sannleika í Kristi, ég lýg ekki. Samviska mín vitnar það með mér, upplýst af heilögum anda, 2að ég hef hryggð mikla og sífellda kvöl í hjarta mínu. 3Ég gæti óskað, að mér væri sjálfum útskúfað frá Kristi, ef það yrði til heilla fyrir bræður mína og ættmenn, 4Ísraelsmenn. Þeir fengu sonarréttinn, dýrðina, sáttmálana, löggjöfina, helgihaldið og fyrirheitin. 5Þeim tilheyra og feðurnir, og af þeim er Kristur kominn sem maður, hann sem er yfir öllu, Guð, blessaður um aldir. Amen.
6Það er ekki svo sem Guðs orð hafi brugðist. Því að ekki eru allir þeir Ísraelsmenn, sem af Ísrael eru komnir. 7Ekki eru heldur allir börn Abrahams, þótt þeir séu niðjar hans, heldur: "Afkomendur Ísaks munu taldir verða niðjar þínir." 8Það merkir: Ekki eru líkamlegir afkomendur hans Guðs börn, heldur teljast fyrirheitsbörnin sannir niðjar.
9 kafli 24-33. 24Slík ker erum vér, sem hann hefur kallað, ekki aðeins úr flokki Gyðinga, heldur og úr flokki heiðingja. 25Eins og hann líka segir hjá Hósea:
27En Jesaja hrópar yfir Ísrael: "Þótt tala Ísraels sona væri eins og sandur sjávarins, þá skulu leifar einar frelsaðar verða. 28Drottinn mun gjöra upp reikning sinn á jörðunni, binda enda á hann og ljúka við hann í skyndi," 29og eins hefur Jesaja sagt: "Ef Drottinn hersveitanna hefði ekki látið oss eftir niðja, værum vér orðnir eins og Sódóma, vér værum líkir Gómorru."
30Hvað eigum vér þá að segja? Heiðingjarnir, sem ekki sóttust eftir réttlæti, hafa öðlast réttlæti, - réttlæti, sem er af trú. 31En Ísrael, sem vildi halda lögmál er veitt gæti réttlæti, náði því ekki. 32Hvers vegna? Af því að þeir ætluðu sér að réttlætast með verkum, ekki af trú. Þeir hnutu um ásteytingarsteininn, 33eins og ritað er:
Því miður er lítil von til þess að Gyðingar játi það að Jesús sé Drottinn, og hvernig er þá hægt að segja að Gyðingar séu ,,ÚTVALIN ÞJÓÐ GUÐS ,, enn þann dag í dag.
Birgirsm, 9.8.2008 kl. 10:56
Mér gengur illa að prenta ritningatexta úr 1981 útgáfunni, án þess að þeir klessist, svo ég sótti til prufu einn texta um sama mál úr Róm 11: 13-15
13En við ykkur, heiðingjar, segi ég: Nú er ég einmitt postuli heiðingja og þá þjónustu vegsama ég. 14Vera mætti að ég gæti vakið afbrýði hjá ættmennum mínum og frelsað einhverja þeirra. 15Fyrst það varð sáttargjörð fyrir heiminn að þeim var hafnað, hvað verður þá upptaka þeirra annað en líf af dauðum?
Birgirsm, 9.8.2008 kl. 11:14
Sæll Birgir minn.
Sennilega þarftu að taka tölustafina i burtu. Hef lent í þessu líka og einnig ef ég hef skrifað athugasemd fyrst í word og límt athugasemdina hér þá er letrið svona. Kannski þarf að minnka letrið í word og þá kannski verður það í lagi. Hef ekki prufað en það er hægt að gera prufur og klippa út innleggin á meðan er verið að læra. Afur á móti skrifa ég allar mínar greinar í word og þar kemur þetta ekki að sök en þá þarf oft að laga línbilið sem var bara eitt á milli málsgreina en verður stundum að tveimur á blogginu.
Ég er ánægð með innleggin hans Jóns Vals og bendi á greinina hans Ólafs. Kannski var kveikjan af þessari grein eftir að þú last greinina hans Ólafs. Ég í einlægni minn trúi að Guðs útvalda þjóð búi í Ísrael. Svo bara kemur það í ljós þegar ég fæ að fara heim til Jesú hvað er rétt og hvað er rangt í þessu. Allavega mun skoðanamunur um þetta atriði ekki aftra okkur frá himnaríki sem er aðalatriðið.
Jesús elskar okkur
Shalom/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 9.8.2008 kl. 12:24
Sæl Rósa.
Takk fyrir að fleygja mér ekki út af sakramenntinu, fyrir þessa skoðun mína, ég bara verð að benda á þetta mjög svo viðkvæma mál.
Ég er bara hræddur um að sumt fólk sé svo blint af aðdáun á Gyðingdómnum, að aðdáunin skyggi á það eina sem á að skipta hinn Kristna einstakling máli þ.e Fagnaðarerindi Jesú Krists.
Fagnaðarerindi sem Gyðingar höfnuðu, og hafna enn með öllu.
Kveðja til þín Rósa og takk fyrir tölustafa ábendinguna
Guð veri með þér
Birgirsm, 9.8.2008 kl. 13:49
Fyrirgefðu Rósa, ég gleymdi einu
Þú segir : Allavega mun skoðanamunur um þetta atriði ekki aftra okkur frá himnaríki sem er aðalatriðið.
Rósa Heldur þú að skoðanamunur um þetta atriði geti ekki aftrað 99% Gyðingaþjóðarinnar frá himnaríki.
Ég bendi aftur á Rómverjabréfið 9:27
En Jesaja hrópar yfir Ísrael: „Þótt fjöldi Ísraels barna væri sem sandur sjávar munu leifar einar frelsaðar verða.
Hvað eru leifar ? er það ekki eitthvað afskaplega lítið ? kannski bara 0,28% ? ég tek þessa prósentutölu bara sem dæmi.
Ég get ekki hætt í Jóh 5:39 er vers sem við kunnum utan af.
Þér rannsakið ritningarnar því í þeim hyggist þér eiga eilíft líf. Og það eru þær sem vitna um mig en þér viljið ekki koma til mín og öðlast lífið.
Er ekki Jesús þarna að benda sinni heitt elskuðu þjóð á að taka á móti sér ef hún vill öðlast eilíft líf.
Kæra Rósa horfðu framhjá þrjóskunni og óþekktinni í mér.
Kveðja
Birgirsm, 10.8.2008 kl. 15:13
Sæll vertu Birgir.
"Allavega mun skoðanamunur um þetta atriði ekki aftra okkur frá himnaríki sem er aðalatriðið." Þarna er ég eingöngu að tala um skoðanamun á milli mín og þín.
Shalom/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 10.8.2008 kl. 15:50
Arafat í sparifötunum, 16.8.2008 kl. 20:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.