"Sola Scriptura" vandamálahugtak!

Hvernig líta menn á hugtakið "Sola Scriptura" ?bible

Fyrir þá sem ekki vita hvað um ræðir, leit þetta hugtak dagsins ljós með siðbótinni.

"Sola Scriptura" hugtakið gengur út á það, að menn standi staðfastir og hafi eingöngu orð, kenningar og vitnisburð Biblíunnar að leiðarljósi, og að Biblían sé eina undirstaða kristinnar trúar og kristilegra kenninga.

Hún gengur út á það að Orð Guðs, Biblían, sé ofar öllum mannasetningum.

Dæmi um það að leiðtogar og kirkjuyfirvöld gefi ráðleggingar og skipanir andstæðar Guðsorði eru ófá, svo ekki sé minnst á frumskóg allslags og óteljandi heimspekilegra kenninga, sem allskonar lýður sem kennir sig við Krist, ásamt fyrrnefndum kirkjuleiðtogum, kemur með, fram fyrir venjulegt fólk, kenningar sem ganga þvert á einföld og skýr boð og fyrirmæli Guðs til okkar í Biblíunni.

sola

"SOLA SCRIPTURA PROBLEM" Getur það verið að einhverjum finnist það vera vandamál að líta á Biblíuna sem hinn eina rétta leiðarvísi og hið eina rétta landakort af þeim þrönga vegi, sem Guð bíður okkur að ganga ?

Getur verið að sá sem virðir þetta hugtak einskis, sætti sig við það að mannasetningar séu jafnar, eða jafnvel ofar Guðsorði ?

Kemur til mála að mörg trúarveldin, myndi hrynja til grunna, ef fólk um allan heim opnaði augu sín og myndi gera sér grein fyrir innihaldi hugtaksins "SOLA SCRIPTURA"

Ég tók eitt vers sem allir þekkja úr Bók Bókanna og breytti því af eigin geðþótta, eins og ég sé fyrir mér að fólk vilji hafa versið,,,, það fólk sem lítur á Sola scriptura sem "VANDAMÁL",,,,, 

Eitt og eitt vers og einstaka ritning er innblásin af Guði og nytsöm til fræðslu, til umvöndunar, til leiðréttingar, til menntunar í réttlæti, en einungis þegar hentar.

 ATH þetta stendur ekki í 2Tím 3:16.

ÁTT ÞÚ NOKKUÐ Í VANDRÆÐUM MEÐ ÞETTA HUGTAK ?

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

"Hún gengur út á það að Orð Guðs, Biblían, sé ofar öllum mannasetningum."

Ég skil vel hvað þú átt við og ég er hjartanlega sammála þessum siðbótarfrasa, en þó fyrir hártogunarsakir verð ég að skjóta því inn að Biblían er mannasetning einnig.

Jakob (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 01:14

2 Smámynd: Mofi

Flott færsla Birgir!   Sérstaklega skemmtileg myndin þarna "click ok to join the Catholic church"!  LOL

Hvernig fólk finnst allt í lagi að tilbiðja Guð sem það þarf að hafa vit fyrir eða að Hann gat ekki komið orði Sínu til okkar finnst mér mjög undarlegt.

Mofi, 16.9.2008 kl. 13:39

3 Smámynd: Birgirsm

 Sælir Jakop og Mofi

Enn þá áreiðanlegra er oss því nú hið spámannlega orð. Og það er rétt af yður að gefa gaum að því eins og ljósi, sem skín á myrkum stað, þangað til dagur ljómar og morgunstjarna rennur upp í hjörtum yðar.
  Vitið það umfram allt, að enginn þýðir neinn spádóm Ritningarinnar af sjálfum sér.
  Því að aldrei var nokkur spádómur borinn fram að vilja manns, heldur töluðu menn orð frá Guði, knúðir af heilögum anda.
2Pét 1: 19-21

Sérhver ritning er innblásin af Guði og nytsöm til fræðslu, til umvöndunar, til leiðréttingar, til menntunar í réttlæti, 
 til þess að sá, sem tilheyrir Guði, sé albúinn og hæfur gjör til sérhvers góðs verks.
2Tím3:16-17

Ef þetta nægir þér ekki, Meistari Jakop, þá sýnist mér þú vera gott efni í prest,,,Þjóðkirkjuprest . Svona án gríns segja þessi tvö vers eiginlega allt sem segja þarf,,,, Menn knúðir af heilögum anda skrifuðu innblásin boðskap Guðs,,,

Mofi, ég ætlaði að minnka myndina af Biblíunni enn meira, þannig að það myndi einungis rétt sjást í hana, svona til samræmis við huga margra KRISTINNA til hennar, en mér tókst það ekki.

Birgirsm, 16.9.2008 kl. 21:09

4 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Jakob, mætti ég spyrja hvers vegna þú telur biblíuna vera "Orð Guðs" og hvers vegna þú telur það vera "ofar öllum mannasetningum"?

Hjalti Rúnar Ómarsson, 16.9.2008 kl. 23:52

5 identicon

Sæll Birgir.

Þetta er vissulega góður punktur, þó að ég sé ekki sammála þjóðkirkjuskotinu, sem mér finnst heldur til ósanngjörn alhæfing hvað varðar afstöðu kirkjunnar til ritningarinnar.

Þó vill ég benda á að bæði 2. Pétursbréf sem og Tímóteusarbréfin sem þú vitnar í, eru efst í hópi grunaðra rita um psevdegrafíu (rit undir fölsku höfundarnafni). Þó svo að ég deili ekki þessum efasemdum hvað þessi rit varða, þá finnst mér það þess virði að nefna það.

Annars bendir þó allt til þess að hvorki Pétur né Páll, meintir ritarar þessara bréfa, viti af öllum þeim ritum sem að seinna urðu tekin í samþykkt sem kanón. (Mörg af þeim ekki einu sinni rituð enn!)

Auk þess að þegar þeir tala um "alla ritninguna" þá vitum við í raun ekkert um hvaða ritningu þeir eru að tala um, nema rétt aðeins viðurkenndustu rit GT.

Ekki býst ég við t.d. að Páll hafi búist við að persónuleg bréf sín myndu að lenda sem scriptural kanon með guðlegt kennivald við hlið samþykktra Guðspjalla (þ.a. trúarlegra ævisagna Jesú Krists). 

Ég tel að samansöfnuð ritning sé hiklaust verk manna.

Hún ber brag ritara og umhverfi hans á hverjum tíma fyrir sig. Skiptir meira að segja um tungumál eftir riturum sínum. Útvalinn og sett saman og af mönnum. En engu að síður einlæg og innblásin (hér erum við sterkari skoðanabræður en fyrst má virðast!)

Því ber hana að nota til innblásturs og til vitnisburðar um holdtekju Guðs í Jesú Kristi og friðþægingu synda og sálar.

 Þó hefði ég áhuga á því að þú færir ýtarlegra í þína túlkun á eðli ritningarinnar sem og hvernig hana ber að nota.

Býð spenntur eftir svari!

Bestu Kveðjur

Jakob (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 23:54

6 identicon

Sæll Hjalti.

Það sem ég átti við, sem mér finnst liggja fyrir, er það að vitnisburður postula og insta hrings Jesú Krists sé ofar seinni tíma mannasetningum sem hafa stofnvætt og bætt ofan á frelsunarvél Kaþólsku krikjunar. Þá á ég við hafsjó af sakramentum, fantasíu kosmólógíu o.s.fr.

Jakob (IP-tala skráð) 16.9.2008 kl. 23:59

7 Smámynd: Hjalti Rúnar Ómarsson

Jakob: Þó svo að ég deili ekki þessum efasemdum hvað þessi rit varða...

Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki skoðað nákvæmlega rökin í sambandi við Hirðisbréfin, þá tel ég frekar augljóst að 2. Pétursbréf sé fölsun. Bréfið virðist vera byggt á Júdasarbréfi (hvers vegna í ósköpunum ætti Pétur að gera það?), hann virðist telja safn bréfa Páls hafa einhvers konar kennivald (2Pét 3.16) og síðan er fólk augljóslega orðið mjög þreytt á að bíða eftir endurkomunni (sbr einn dagur er þúsund ár talið)

Jakob: Það sem ég átti við, sem mér finnst liggja fyrir, er það að vitnisburður postula og insta hrings Jesú Krists sé ofar seinni tíma mannasetningum sem hafa stofnvætt og bætt ofan á frelsunarvél Kaþólsku krikjunar.

Til að byrja með vitum við ekki hvort við höfum nokkuð af ritum "postula og innsta hrings Jesú Krists".

En þegar þú segir að biblían sé "Guðs Orð" eða innihaldi "Guðs Orð", þá skil ég það þannig að þú teljir rit hennar ekki bara vera venjuleg rit, er það ekki rétt skilið? Ertu ekki að segja að þau séu á einhvern hátt innblásin? Og ef svo er, þá þætti mér gaman að vita hvers vegna þú telur þau vera svona sérstök.

Jakob: ...fantasíu kosmólógíu o.s.fr.

Nú veit ég ekki hvað þú átt við með þessu, en í biblíunni er svo sannarlega gamaldags heimsmynd, með guð í himnunum (t.d. uppstigningin) og undirheima.

Hjalti Rúnar Ómarsson, 17.9.2008 kl. 00:05

8 identicon

Ég tel það ekki svo augljóst.

Ég þekki þessa punkta vel og tel engan af þeim rýra heimildagildi þess þegar uppi er staðið.

Við áttum langa rökræðu um heimildagildi ýmissa rita sem ég vill með engu móti endurtaka því ég tel ekki vera nægilega hlutlausan grundvöll til þess á milli okkar tveggja í uppbyggilega akademíska rýni. Hringavitleysa sem endar í stolnum tíma frá kærustu minni og námi.

Fantasíu Kosmológían mun vera hreinsunareldur og fleiri seinni tíma hugarsmíðar sem passa ekki inn í vitnisburð innsta hrings að ég tel.

Sæll að sinni.

Jakob (IP-tala skráð) 17.9.2008 kl. 00:25

9 Smámynd: Birgirsm

Jakob, í byrjun Títusarbréfs stendur eftirfarandi:

Frá Páli, þjóni Guðs, en postula Jesú Krists til að efla trú Guðs útvöldu og þekkingu á sannleikanum, sem leiðir til guðhræðslu
í von um eilíft líf. Því hefur Guð, sá er ekki lýgur, heitið frá eilífum tíðum,
en opinberað á settum tíma. Þetta orð hans var mér trúað fyrir að prédika eftir skipun Guðs, frelsara vors.

Þessi vers segja töluvert mikið um eðli Ritningarinnar, eðli hennar finnst mér vera það að opna augu okkar, og veita okkur þekkingu á Guðdómnum og eðli Guðdómsins, hún gefur okkur innsýn á lyndiseinkunn Guðs.

Hún sýnir okkur hvaðan við komum, hver við erum, og hvers við megum vænta í framtíðinni.

Biblían í eðli sínu sýnir okkur á skýran hátt, þá væntumþyggju sem Guð ber til okkar mannanna með því að gefa okkur frelsi, algjört frelsi, til þess að velja eða hafna hjálpræðisáforminu.

Birgirsm, 19.9.2008 kl. 18:48

10 Smámynd: Birgirsm

Jakob þú spyrð hvernig Biblíuna beri að nota.

Ég persónulega reyni að nota hana eins og ég nota landabréf.

Ég opna landabréfið og reyni að ná áttum, þrátt fyrir bendingar, handapat og ítrekaðar leiðbeiningar samferðamanna minna, finn ég staðinn á kortinu sem ég er að leita af. Ég reyni að láta ekkert trufla mig þrátt fyrir hávaðann og lætin, ég veit hvert ég ætla, og ég veit hvað ég vil, og tek strauið beinustu leið, en er nú alltaf samt sem áður að fylgjast með kortinu, því án þess að kýkja reglulega á kortið gæti ég hugsanlega villst af leið. Ef einhver góður maður tæki sig nú til og myndi benda mér á að ég væri nú eitthvað að villast, tek ég þá ekki kortið, skoða það enn betur, og viðurkenni fyrir sjálfum mér að þetta hafi nú verið rétt hjá manninum. Það er betra að vera kjáni í 1 dag enn að villast, og vera villtur um alla æfi. Á ferð minni býðst mér alveg ótrúlegur fjöldi af allskonar ferðapésum og ferðahandbókum, en ég reyni að passa mig á því að láta þær ekki verða til þess að ég missi sjónar á sjálfu landakortinu.

Þetta var frekar fátækleg og háfleig samlíking hjá mér Jakob, en hún lýsir þó huga mínum til Biblíunnar, hún er jú það eina sem vísar einstaklingi sem kallast vill kristinn, réttan veg, þann veg sem frelsarinn okkar vildi koma okkur á.

Kær kveðja til þín Jakob.  

Birgirsm, 19.9.2008 kl. 19:47

11 identicon

Sæll Birgir.

Þetta er sniðug myndlíking og ég er nokkuð sammála!

Jakob (IP-tala skráð) 20.9.2008 kl. 21:57

12 Smámynd: Aida.

Sæll og blessaður Birgir.

Mjög flott hjá þér og gaman að lesa.

Vertu áfram blessaður og sæll,i Jesú nafni.Amen

Aida., 5.10.2008 kl. 20:43

13 Smámynd: Birgirsm

Takk fyrir það Aida, gaman að heyra loksins í þér.

Birgirsm, 6.10.2008 kl. 19:26

14 Smámynd: Aida.

Mig langar til að heyra meir Birgir

Sakna þess.

Aida., 27.10.2008 kl. 12:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband