GAMLA TESTAMENTIÐ HVAÐ ?

 

Kristinn,er kristinn og Guðhræddur einstaklingur, og setur allt sitt traust á Drottinn sinn og frelsara. Kristinn trúir því að Biblían sé eini leiðarvísirinn og sterkasta undirstaðan til fræðslu fyrir sig, á þeim vegi sem hann hefur valið sér, vegi til eilífs lífs.

Kristinn hefur Biblíuna ætíð innan seilingar og les hana þegar tími hans leyfir.

En Kristinn er ekki allshugar sáttur við sumt í Gamla Testamentinu.

Sköpunarsagan

Kristinn trúir því engan vegin að Guð sé svo almáttugur að hann hafi skapað Himinn og Jörð á sex dögum, honum finnst að sú saga sé frekar ævintýri eða kannski bara ljóð.

BURT MEÐ 1 MÓSEBÓK.

Samt trúir Kristinn því að Guð sé svo almáttugur, að Guð muni reisa hann upp frá dauðum á hinsta degi.

Gönguleið í gegnum haf

Hver trúir því eiginlega að Guð sé svo máttugur að hann stjórni vatni ? Ekki Kristinn !

BURT MEÐ 2 MÓSEBÓK

Samt trúir Kristinn því að Guð sé svo máttugur, að Guð taki á móti honum í Paradís eftir að lífi hans lýkur hér á jörðu.

Mósebækurnar allar

Á eftir því sem undan var lesið, tók Kristinn þá ákvörðun að dæma allar Mósebækurnar, ásamt Boðorðunum 10, sem skemmtilegar skáldsögur og dægrastyttingu, þrátt fyrir að Kristinn viti að þær bækur sé stór og veigamikill hluti þeirrar bókar sem gefur honum vitneskju um hvaða framtíð bíður hans, ef hann vill.

Jósúa, Dómara, Rutar................

Eftir handahófskenndan lestur og talsverðan þrýsting frá trúuðum vinum, ákveður Kristinn að hér eftir ætli hann ekki að velta sér meira upp úr Gamla Testamentinu, heldur horfa bara bjartsýnn og fullur trúar til framtíðar og snúa sér alfarið að Nýja Testamentinu, og að orðum og kenningum Jesú Krists sjálfs.

 

OG ÞÁ BYRJAR KRISTINN Á NÝJA TESTAMENTINU

 

Á blaðsíðu 1. (Matt 1:1) les Kristinn, glaður og fullur áhuga, ættartölu Jesú, er hún reyndar öll rakin til Gamla Testamentisins, en Kristinn ætlar nú samt að láta sér nægja Nýja Testamentið.

Á blaðsíðu 2.  (Matt 1:22) er vitnað í spádóm úr Gamla Testamentinu varðandi fæðingu Jesú, en honum Kristni virðist standa á sama, og kærir sig kollóttan, því að Nýja Testamentið er það sem heillar Kristinn.

Á blaðsíðu 3.  (Matt 3:3) er enn einn spádómurinn nefndur úr Gamla Testamentinu sem varðar Jóhannes Skírara.  Jæja já.

Á blaðsíðu 4.  (Matt 4:4) les hann Kristinn um það hvernig Jesú brást við, þegar Satan freistaði hans mörgum sinnum í eyðimörkinni, og Kristinn sá að Jesú svaraði alltaf,,,,,, RITAÐ ER,,,,,RITAÐ ER,,,,,,, hvar, hugsaði Kristinn, ætli þetta sé ritað sem Jesú var að vitna í.  Nú renna á Kristinn tvær grímur.!

Á blaðsíðu 5.  (Matt 5:17)  verður Kristni starsýnt á það sem Jesú sjálfur, sagði um Gamla Testamentið :

Ætlið ekki að ég sé kominn til að afnema lögmálið eða spámennina. Ég kom ekki til að afnema heldur uppfylla. 18Sannlega segi ég yður: Þar til himinn og jörð líða undir lok mun ekki einn smástafur eða stafkrókur falla úr lögmálinu uns allt er komið fram. 19Hver sem því brýtur eitt af þessum minnstu boðum og kennir öðrum það mun kallast minnstur í himnaríki en sá sem heldur þau og kennir mun mikill kallast í himnaríki.

 

HVAÐ ÆTLI KRISTINN HUGSI ?

ERT ÞÚ KRISTINN ?

                                                                                


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góð hugvekja!

Jakob (IP-tala skráð) 14.6.2008 kl. 11:00

2 Smámynd: Linda

Sæll Birgir, fín pæling hjá þér, ég vildi þó benda á að sumt verður maður að skoða í sögulegu samhengi, þegar það kemur að GT, en þessi rit eru vissulega hluti af okkar trúararfleið, en við erum ekki eins og farísearnir sem festa sig í mannasetningum og viðbótum við lögmálið, við erum frekar eins og Sadúkearnir sem gerður sér grein fyrir mannsettningum og höguðu lestur orðsins eftir því. Ég er að lesa frábæra bók sem heitir the "the making of the New Testament" eftir  Arthur G. Patzia og hann talar um þetta í Gt og talar um, Torah sem er lögmálsbókin og svo Gemara sem eru það sem var bætt við lögmálin og úr því var Talmud, Sadukearnir mundu að öllu líkindum hafna Gemara í dag, þetta er svo smá í hnotskurn á mun flóknara samhengi sem ég er að reyna átta mig á.

með bestu kveðju.

Linda, 14.6.2008 kl. 21:38

3 Smámynd: Birgirsm

Takk fyrir það Paxi og takk fyrir innlitið

Sæl Linda, hvað í GT vilt þú líta á í sögulegu samhengi ?  Þú talar um að festa sig í mannasetningum og viðbótum við lögmálið, ég veit eitt gott dæmi um slíkt.

Kunningi fóstra míns á vin í Ísrael sem er gyðingur, og samkvæmt einhverjum hvíldardagsreglum  sem hann framfylgir má ekki ferðast meira en eitthvað ákveðið langt á Hvíldardögum.  Hann fylgir þessum reglum sínum út í ystu æsar, en hann sér hvergi nein höft á ferðalögum á vatni í þessum reglum ,  og hvað heldur þú,   Kallgreyið er alltaf með flösku af vatni undir bílstjórasætinu til þess að friða samvisku sína. 

Þetta kalla ég að festa sig í mannasetningum og mannaboðorðum

Kveðja

Birgirsm, 15.6.2008 kl. 20:03

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Gott hjá þér, Birgir, afar umhugsunarvert fyrir margan, sem einlæglega vill kallast kristinn.

Jón Valur Jensson, 16.6.2008 kl. 22:25

5 Smámynd: Aida.

Aida., 19.6.2008 kl. 12:47

6 Smámynd: Aðalbjörn Leifsson

Sæll Birgir ég trúi öllu því sem stendur í Biblíunni, líka dæmisögunum! Því þær notaði Kristur til að útskýra betur fyrir okkur allt.

Aðalbjörn Leifsson, 21.6.2008 kl. 08:11

7 Smámynd: Birgirsm

Takk fyrir komuna Jón Valur, já mér finnst það alvarlegt og mjög svo umhugsunarvert þegar fólk afneitar Gamla Testamentinu. Það er kannski ekki viðeigandi samlíking en ég vil líkja því við að fara bara í annan skóinn sinn, að rannsaka bara annað Testamentið, einstaklingur sem það gerir verður haltur á sinni göngu í leitinni að sannleikanum.

Sæll Alli en við verðum að gæta okkar á að taka dæmisögunum sem slíkum, þær eru Jú  D Æ M I sögur.  td eins og dæmisagan um "Ríka manninn og Lazarus" 

Aida takk fyrir kvittið

Birgirsm, 21.6.2008 kl. 11:06

8 Smámynd: Sindri Guðjónsson

"Gamla testamenntið" var Biblían í augum þeirra sem skrifuðu það Nýja. Þeir litu á það sem myndugt orð Guðs. Það hafði algert kennivald. Þegar N.T. talar t.d. um ritninguna er að sjálfsögðu yfirleitt verið að tala um Gamla testamenntið, því það nýja var ekki til. Jesús er látinn vitna í spámennina og lögmálið, eins og Páll gerir án afláts, Postulasagan, o.s.frv. Það er einnig asnalegt að tala um "gamla" testamenntið. Betra væri að tala um "fyrra" testamenntið. Mér finnst það meðal annars móðgun við Gyðinga að gefa það í skyn að þeirra trúarbók sé bara þetta "gamla", meðan að "okkar" sé það "nýja". Best væri líklega að tala bara um hebresku Biblíuna í stað þess að nota G.T. (sem ég geri þó sjálfur til þess að fólk viti hvað ég er að tala um)

Góð samlíking á "gamla" og "nýja" testamenntinu, fyrir kristna menn, er að líta á það sem fyrr og seinni leik þátt, í einu og sama leikritinu.

Fyrirvara. Ég er ekki sjálfur kristinn, og þegar ég segi trúarbókina "okkar", set ég gæsalappir af þeirri ástæðu að ég er ekki kristinn sjálfur.

Birgirsm, þá gætir haft gaman að kristnu bókinn Our Father Abraham, the Jewish Roots of the Christian Faith. (Alls ekki nein trúleysingja bók, eða "frjálslynd" guðfræði, þó að ég sé að mæla með henni. Hún er eftir "Biblíu kristin" höfund.)

Sindri Guðjónsson, 21.6.2008 kl. 22:49

9 Smámynd: Sindri Guðjónsson

Úff... ég vildi að ég hefði lesið þessa athugasemd yfir til að laga innsláttar og stafsetningarvillur.

Ég vildi sagt hafa

"líta á þau sem fyrri og seinni leik þátt, í einu og sama leikritinu"

"Fyrirvari"

Sindri Guðjónsson, 21.6.2008 kl. 22:54

10 Smámynd: Birgirsm

Sæll Sindri

Þú segir eftirfarandi:     Mér finnst það meðal annars móðgun við Gyðinga að gefa það í skyn að þeirra trúarbók sé bara þetta "gamla", meðan að "okkar" sé það "nýja".

Hvers vegna finnst þér það vera móðgun við Gyðinga ? Þó við köllum það "GAMLA" testamentið.  Gyðingarnir höfnuðu og hafna enn spádómum þess GAMLA og þar af leiðandi lít ég svo á að ef einhverjir hafi móðgað einhvern, þá séu Gyðingar í sæti móðgarans.

Eldra Testamentið og Nýrra Testamentið.

Fyrra Testamentið og Seinna Testamentið.

Skiftir ekki máli fyrir mig.  Það sem skiftir máli er að fólk fái rétta sýn og rétta fræðslu samtvinnaða báðum bókunum, en láti ekki afdankaða kennimenn og einskisnýta fræðara fylla sig af ranghugmyndum sem einungis skemma og brjóta niður stórkostlegar kenningar Krists.

Ég þakka fyrir bendinguna á þessa bók , hef ekki heyrt um hana og þekki hana ekki, en þú segir að hún sé eftir "Biblíu kristin" höfund. ( Þeir eiga það margir hverjir til þessir Biblíukristnu höfundar að vera mestu og harðsvíruðustu óvinir bæði Biblíunnar, Krists  svo ég tali nú ekki um lesenda sinna).  En ég er forvitinn um bókina hvort hún passi við orð Ritningarinnar.

Kveðja til þín Sindri (ekki þessar áhyggjur af stafsetningarvillum) 

Birgirsm, 22.6.2008 kl. 01:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband